Járningar og hófhirðing

Almennar upplýsingar um námið

Námskeiðið er einkum ætlað bændum, hrossaræktendum og áhugamönnum.

Fjallað verður um undirstöðuatriði við hófhirðingu og járningu hesta. Kennd verður hófhirða, verkun hófs og járningar. Rætt verður um áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað um gerð og hlutverk hófsins. Námskeiðið er að mestu verkleg kennsla og koma þátttakendur með eigin járningaáhöld. Einnig er boðið upp á að þátttakendur komi með eigin hesta. Hámarksfjöldi þátttakenda 10.

Kennsla: Gunnar Halldórsson járningameistari

Tími: Lau. 4. apríl. kl 10:00-17:00 og sun. 5. apríl. kl. 10:00-17:00 (19,5 kennslustundir) á Miðfossum í Borgarfirði.

Verð: 35.000 kr

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.