Jarningar_hofhirda | Endurmenntun

Járningar og hófhirða

Á þessu hagnýta og fræðandi námskeiði fá nemendur innsýn í mikilvægi vandaðrar hófhirðu og járninga fyrir heilbrigði, velferð og endingu reiðhesta. Námskeiðið hentar vel byrjendum og þeim sem vilja styrkja þekkingu sína og færni á þessu sviði. Námskeiðið er bæði fræðileg kennsla og verkleg þjálfun þar sem þátttakendum er meðal annar skipt upp í minni hópa.

Nemendur eru beðnir um að mæta með járningaverkfæri sé þess nokkur kostur.

FJALLAÐ ER UM

  • Daglega umhirðu hófa á reiðhrossum
  • Sögu járninga og fyrstu skrefin
  • Uppbyggingu neðri hluta fótar og hófs, helstu bein og sinar
  • Starfsemi hófsins og mikilvægi reglulegrar hófhirðu.
  • Áhrif fótstöðu á hreyfingar og ganglag hestsins
  • Helstu járningaverkfæri og hvernig á að nota þau

Þátttakendur fá einnig undirstöðuþjálfun í járningu undir leiðsögn reynds járningameistara.

FYRIR HVERJA
Námskeiðið hentar vel fyrir hestafólk sem vilja geta sinnt hófhirðu sjálf eða skilja betur hvernig hún hefur áhrif á velferð hestsins, starfsfólk í hestamiðstöðvum og búrekstri sem vill bæta við sig hagnýtri þekkingu sem nýtist í daglegri umhirðu hrossa og allt áhugafólk um hesta sem vill skilja betur hvernig góð hófhirða og rétt járning getur haft áhrif á ganglag, heilsu og vellíðan hestsins. 

KENNARI
Sigurður Torfi Sigurðsson járningameistari og ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Sigurður Torfi hefur kennt járningar um árabil hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands.

NÁMSKEIÐ Í BOÐI
Helgina 22. – 23. nóvember kl. 10 – 16 hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Verklegi hlutinn fer fram í glæsilegri reiðhöll skólans á Mið-Fossum sem er í 5 mínútna akstursfjarlægð frá Hvanneyri.

KENNSLUFYRIRKOMULAG
Á laugardeginum er fræðileg kennsla á Hvanneyri fram yfir hádegi og í hádeginu snæða þátttakendur saman í mötuneyti háskólans. Eftir hádegi er verkleg sýnikennsla í reiðhöllinni á Mið-Fossum. Á sunnudeginum er nemendum skipt í 3 hópa, 5-6 í hverjum hóp. Hver hópur fær um tveggja og hálfs klukkustundar þjálfun í járningu og hófhirðu undir dyggri handleiðslu Sigurðar Torfa járningameistara.

Hámarksfjöldi er 16 manns.

VERÐ

41.500 kr. – Innifalið í verði er kennsla, léttur hádegismatur og kaffiveitingar báða kennsludaga

Umsókn er ekki staðfest nema gengið sé frá greiðslu í umsóknarferlinu með debet- eða kreditkorti. Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið – 

Upplýsingar um greiðsluskilmála og greiðslukjör

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð

Keldnaholt - 112 Reykjavík

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590