Almennar upplýsingar um námið
Haldið í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Námskeiðið er einkum ætlað bændum, en opið öllum. Námskeiðið er sett upp sem fyrirlestur í bland við verklega kennslu á forritið Jörð.is. Nemendur munu fá gögn til að vinna með en einnig geta þeir komið með sín eigin gögn til skráningar. Námskeiðið fer fram í tölvuveri en nemendum er einnig frjálst að mæta með eigin fartölvur og fá um leið aðgang að neti.
Samkvæmt nýsamþykktum rammasamningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins er skýrsluhald í Jörð.is forsenda fyrir styrkjum vegna ræktunar og landgreiðslna. Það er því mjög mikilvægt að bændur þekki vel inná forritið.
Kennsla: Borgar Páll Bragason ráðunautar og/eða Snorri Þorsteinsson hjá RML.
Tími: XXX, kl. 10:00-17:00
Verð:
Umsókn
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590