Maður og skipulag

 

– 4 ECTS einingar á framhaldsstigi –

Umsókn

Maður og skipulag er námskeið sem hentar öllum sem hafa áhuga á að efla sig á sviði skipulagsfræða og nýstist meðal annars arkitektum, landslagsarkitektum, hönnuðum, starfsfólki á umhverfis- og skipulagssviði sveitarfélaga og öðrum sem vilja endurmennta sig á þessu sviði og efla þekkingu sína og færni.

Námskeiðinu er ætlað að kynna mannlega þáttinn í skipulagi og gagnvirk áhrif almennings og hins
byggða umhverfis sem skipulagið myndar. Fjallað er um hvernig greina má upplifun íbúana og gesta á borgarrýmunum og hvernig þau nýtast fólkinu sem lifir og hrærist í þéttbýlinu.

Mannlíf í þéttbýli og athafnir almennings eru skoðaðar, meðal annars hvaða þættir í umhverfinu hafa áhrif á hvernig maðurinn upplifir umhverfi sitt og hvernig greina má þessa þætti.

Þættir eins og byggðamynstur, hönnun, stærðarhlutföll, notkun, umferð, flæði, staðsetning, tengsl, stærð og gerð rýmisins eru skoðuð með tilliti til staðbundinna áhrifa sólar og vinds. Fjallað er um hvernig fótgangandi maður skynjar umhverfi sitt, hverjir eru notendur viðkomandi svæða og til hvers þeir nýta svæðin. Einnig er skoðað hverjir og hversu margir nýta borgarrýmið, til hvers og á hverju athafnir byggjast; af nauðsyn, að eigin ósk (notkun í frítíma) eða vegna félagslegra athafna.

Megindleg og eigindleg aðferðafræði til að greina mannlíf og almenningsrými er kynnt og nemendur vinna hagnýtt verkefni.

Námskeiðið er 7 vikna langt og kennt í fjarnámi að mestu. Tvær staðarlotur eru á námskeiðinu, í fyrstu viku námskeiðsins 24.-26. ágúst og í 5 viku námskeiðsins 23.-26. september. Staðarlota fer fram hjá LBHÍ á Keldnaholti í Reykjavík. Stundaskrá og nánari upplýsignar:
UGLA – Kennsluskrá 2023-2024 > 07.62.02 MAÐUR OG SKIPULAG (lbhi.is) 

Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í nám í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemendur sem uppfylla  öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er á meistarastigi og má meta til 4 ECTS eininga.

Kennari: Gunnar Ágústsson skipulagsfræðingur

Tími: Kennsla hefst 21. ágúst og henni lýkur formlega 06. október. Tvær vinnulotur með skyldumætingu eru haldnar hjá LBHÍ á Keldnaholti í Reykjavík. Stundaskrá auglýst nánar síðar.

Verð: 54.000 kr. 

– Við vekjum athygli á að hægt er að sækja styrk hjá stéttarfélögum fyrir námskeiði eða námi –

Endurmenntun LBHÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.