Practical microalgal biotechnology þörungarækt

Almennar upplýsingar um námið

The course will cover introduction to microalgae, species used commercially, and products derived from them. Common downstream processing technologies will be covered and discussed.  Training will include laboratory microalgal culturing technologies, scale up under laboratory conditions, analytical methods used to monitor growth, quality parameters and culturing conditions. The course will also include a visit to a commercial microalgae plant. 

Um er að ræða námskeið í þörungarækt sem kennt verður á ensku. Áhugi á nýtingu þörunga fer vaxandi í heiminum og eru smáþörungar m.a. taldir næsta bylting í fæðuframleiðslu heimsins. Námskeiðið veitir góða innsýn í hvernig þörungarækt fer fram og fá nemendur að rækta smáþörunga og heimsækja framleiðslufyrirtæki í greininni. 

Námið er staðbundið og fer að hluta til fram á rannsóknarstofu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er á háskólastigi og má meta til 2 ECTS.

Kennsla: Dr. Francisca Adriana H. Vermeulen

Tími: 3. ágúst – 16. ágúst 

Staður: Hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri

Verð: 3.000 kr.

Skoða má öll námskeið sem falla undir sumarúrræði stjórnvalda 2021 hér.

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.