COVID-19 hafði gríðarleg áhrif á umsvif og afkomu í ferðaþjónustu. Mikill samdráttur varð í komu erlendra ferðamanna til landsins og fjöldi þeirra sem störfuðu í ferðaþjónustu dróst verulega saman. Eftir heimsfaraldurinn hefur gengið erfiðlega að ráða í ýmis störf í ferðaþjónustunni og eftirspurn eftir starfsfólki í greininni er enn nokkuð mikil á heimsvísu. Ein af ástæðum þess er sú að fyrrum starfsfólk í ferðaþjónustu hefur leitað störf í öðrum atvinnugreinum meðal annars vegna þess að það óttast um starfsöryggi sitt og möguleika til starfsþróunar innan ferðaþjónustunnar.
Endurmenntun LBHÍ stendur fyrir opnu málþingi þar sem Dr. Barbara Pavlakovic mun fjalla um þær áskoranir sem starfsfólk innan ferðaþjónustunnar telur sig einna helst frammi fyrir, það óöryggi sem fólk upplifir sem starfar innan greinarinnar og hvernig hægt er að bæta upplifun starfsfólk svo það finni til aukins öryggist í störfum sínum. Barbara hefur rannsakað stöðu starfsfólks í ferðaþjónustu í nokkrum löndum, upplifun þeirra af öryggi og hvernig stuðla megi að bættu öryggi og líðan starfsmanna.
Dr. Barbara Pavlakovic er lektor í ferðamálafræði við háskólann í Maribor í Slóveníu og hefur í rannsóknum sínum einnig beint sjónum að stjórnun og skipulagi áfangastaða (destination management) og atvinnutengdri ferðaþjónustu (industrial tourism), sem er vaxandi grein innan ferðaþjónustunnar.
Tími: Fimmtudaginn 13. október kl. 9 – 12
Staður: Hjá LBHÍ á Keldnaholti í Reykjavík, stofa 201
Aðgangur ókeypis en óskað er skráningar í gegnum skráningarhlekk hér fyrir neðan
Umsókn
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.