Umsókn
Ostagerð – E.OST001
Á þessu námskeiði er markmiðið að gera heimavinnslu mjólkur og ostagerð aðgengilega fyrir alla og kenna þátttakendum að búa til sína eigin osta, jógúrt og fleira. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.
Fjallað verður stuttlega um þróun mjólkur, fjölbreytileika mjólkur og mjólkurafurða, helstu hugtaka í mjólkurfræðum, hlutverk efna mjólkurinnar og þann mikla tegundafjölda sem framleiddur er úr mjólk.
Grunnatriði ostagerðar eru rædd og kenndar einfaldar aðverðir við ferskar og súrar mjólkurafurðir. Þátttakendur fá einnig innsýn í smásæjan heim gerla og hvata, nýtingu þeirra í framleiðslu, hvað bera að forðast og hvað skal kalla fram.
Einnig verður rætt um tæki, tól og aðstöðu sem þarf til heimavinnslu mjólkurafurða.
Þátttakendur fá síðan tækifæri til að framleiða nokkrar tegundir mjólkurvara sem næst að fullgera á stuttum tíma s.s. jógúrt og mozzarella, og fá að lokum með sér heimaverkefni.
Allir þátttakendur fá bókina Ostagerð, heimavinnsla mjólkurafurða eftir Þórarinn Egil Sveinsson að gjöf á námskeiðinu.
Kennari: Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur
Tími: Laugardaginn 9. mars kl. 10 – 16
Staður: Í veitingaeldhúsi Menntaskólans í Kópavogi
Verð: 39.000 kr. – innifalið í verði er kennsla, hráefni til osta- og jógúrtgerðar, kaffi og ostakynning í hádegishléi.
Athygli er vakin á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína
til að sækja nám og námskeið
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590