– Í samstarfi við Iðuna fræðslusetur –
Á þessu hagnýta námskeiði fá þátttakendur innsýn í heim ostagerðar og læra að nýta mjólkurafurðir á fjölbreyttan hátt og búa til eigin afurðir. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og hentar jafnt byrjendum sem þeim sem vilja dýpka skilning sinn á gerjun, framleiðslu og heimagerð matvæla.
Undanfarin ár hefur orðið mikil vakning í heimagerð osta víða um heim. Nýir straumar leggja áherslu á náttúrulega gerla, minni viðbótarefni og staðbundið hráefni. Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í hvernig þessar áherslur geta eflt gæði og einstakt bragð heimagerðra mjólkurafurða – og hvernig þær má yfirfæra á íslenskar aðstæður.
Á NÁMSKEIÐINU VERÐUR M.A. FJALLAÐ UM
– Þróun og fjölbreytileika mjólkur og mjólkurafurða
– Grunnatriði mjólkurvinnslu og helstu hugtök í mjólkurfræði
– Hlutverk gerla og hvata
– Efnasamsetningu mjólkur við framleiðslu
– Einfaldar og öruggar aðferðir við heimagerð osta og jógúrtframleiðslu
– Tæki, tól og aðstöðu sem nýtist við heimavinnslu mjólkurafurða
– Hvað ber að forðast og hvað skal kalla fram í ferlinu
Þátttakendur fá tækifæri til að framleiða nokkrar tegundir mjólkurvara sem næst að fullgera á einum degi, s.s. jógúrt og mozzarella ost, og fá að lokum með sér heimaverkefni.
Allir þátttakendur fá bókina Ostagerð, heimavinnsla mjólkurafurða eftir Þórarinn Egil Sveinsson að gjöf á námskeiðinu.
KENNARI
Þórarinn Egill Sveinsson er mjólkurverkfræðingur. Hann hefur haft mikinn áhuga á að miðla til almennings hvernig hægt er að nýta mjólkurafurðir til ostagerðar og haldið fjölmörg námskeið víða um landið.
NÁMSKEIÐ Í BOÐI
Laugardaginn 21. febrúar kl. 10 – 16 er námskeið sem er opið öllum, sjá skráningarhnapp hér fyrir ofan.
Laugardaginn 28. febrúar kl. 10 – 16 er lokað námskeið fyrir starfsfólk í matreiðslu- og veitingageiranum, í samstarfi við Iðuna fræðslusetur
STAÐUR
Í veitingaeldhús Menntaskólans í Kópavogi, sjá leiðarvísi hér.
Verð: 39.000 kr. – innifalið í verði er kennsla, hráefni til osta- og jógúrtgerðar, kaffi og ostakynning í hádegishléi og bókin hans Þórarins.
Athygli er vakin á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína
til að sækja nám og námskeið
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590
