Reiðnámskeið með Benedikt Líndal

Almennar upplýsingar um námið

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn í eðli og atferli hrossa og nái hæfni til að beita
viðurkenndum aðferðum í reiðmennsku.

Námskeiðið er í bland bókleg kennslu þar sem farið verður yfir helstu undirstöðuatriði reiðmennskunnar og verkleg kennsla þar sem hver nemandi vinnur með eigið hross, bæði í pörum og sem einstaklingur. Inn á milli verður sýnikennsla til að styðja og tengja saman mismunandi efnisþætti.

Fyrri dag námskeiðsins vinna nemendur í pörum í 50 mín í senn, hvert par tvisvar yfir daginn. Seinni daginn er unnið með einstaklingstíma í 40 mín í senn. Inn á milli er bókleg kennsla.

Fjöldi nemenda verður takmarkaður og því ættu nemendur að fá mikla beina þjálfun en námskeiðið er byggt þannig upp að nemendahópurinn sé á staðnum allan námskeiðstímann. Hver nemandi mætir með eitt hross og tilsvarandi reiðtygi.

Nemendur athugi að taka með sér nesti báða kennsludagana.

Kennsla: Benedikt Líndal tamningameistari

Tími: 

Verð:

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.