Jarðgerð og umhirða safnhauga

Almennar upplýsingar um námið

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á endurnýtingu lífrænna afurða sem til falla á heimilum og görðum.  

Á námskeiðinu verður fjallað um undirstöðuatriði jarðgerðar, hvaða hráefni sé hægt að nýta til jarðgerðar og æskileg blöndunarhlutföll þeirra. 

Farið verður yfir meðhöndlun og umhirðu safnhaugsins með tilliti til þess hvernig ná megi jöfnu og góður niðurbroti. Lokaafurð jarðgerðar er kjörin áburður til notkunar í heimilisgarðinn, landgræðslu eða skógrækta. 

Hluti námskeiðsins er verkleg sýnikennsla. 

Kennsla: Gunnþór K. Guðfinnsson garðyrkjufræðingur og stundarkennari við LbhÍ.

Hámarks fjöldi þátttakenda: 18.  

Tími: Vor 2022, kl. 9 – 15 hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í  Ölfusi. 

Verð:  (Námskeiðsgögn, kaffi og hádegismatur er innifalið í verði).

Hagnýtar upplýsingar: Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám. 

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.