Fagleg samskipti eru lykilatriði í umhverfis- og auðlindamálum og í dag er oftar en ekki gerð rík krafa um samráð við hagsmunaaðila. Markviss og vel útfærð samskipti eru forsenda þess að ná farsælum og sjálfbærum lausnum á meðan ófagleg samskipti eða hreinlega skortur á samskiptum, geta haft þveröfug áhrif.
Um er að ræða tveggja daga námskeið sem veitir grunnþekkingu og færni í að höndla mannleg samskipti í tengslum við umhverfismál og auðlindanýtingu, hvort sem þau snúast um að vekja áhuga, auka skilning, efla samráð eða taka á ágreiningsmálum.
Á námskeiðinu efla þátttakendur færni sína og getu til að meta forsendur fyrir samskipti hverju sinni og læra að taka á erfiðum aðstæðum með lýðræðislegum aðferðum.
FJALLAÐ ER UM
- Áhrif samskipta á þróun og lausnir í umhverfis- og auðlindamálum
- Samráð við hagsmunaaðila og hvernig á að byggja upp traust og samvinnu
- Aðferðir til að takast á við ágreining og erfiðar aðstæður
- Áhrifaríka miðlun upplýsinga og hvernig gera má flókin mál aðgengilegri
- Greiningu á mismunandi sjónarmiðum og forsendum samskipta
- Lýðræðislega nálgun í samskiptum og ákvarðanatöku
- Raunveruleg dæmi úr íslensku samfélagi
FYRIR HVERJA
Námskeiðið hentar öllum sem starfa við umhverfis-, orku- og auðlindamál og þurfa að eiga í samskiptum við almenning, samstarfsaðila eða hagsmunaaðila, t.d. í fiskeldi, skipulagsmálum, orkumálum, náttúruvernd og landgræðslu.
KENNARI
Brita Berglund, umhverfissamskiptafræðingur og verkefnastjóri hjá Landgræðsluskóla GRÓ. Brita hefur kennt umhverfissamskipti við Landbúnaðarháskóla Íslands um árabil.
TÍMASETNING
Fimmtudagurinn 2. október og föstudagurinn 3. október kl. 9-16 báða daga.
KENNSLUFYRIRKOMULAG
Tveggja daga námskeið sem er haldið hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Árleyni 22 á Keldnaholti, 112 Reykjavík. Kennsla fer fram á íslensku og námsefnið er á ensku. Hámarksfjöldi þátttakenda er 20.
VERÐ
Kr. 59.900. – Innifalið í verði eru námsgögn, kaffi og hádegismatur.
Umsókn er ekki staðfest nema gengið sé frá greiðslu í umsóknarferlinu með debet- eða kreditkorti. Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590