Skipulagskenningar

 

– 4 ECTS einingar á háskólastigi –

Umsókn

– Opið fyrir skráningar til 10. október –

Á námskeiðinu er fjallað um faggreinina skipulagsfræði og helstu kenningar hennar. Gerð er grein fyrir hugmyndafræði, skilgreiningum og hugsanakerfi í skipulagsfræði.

Saga og þróun ráðandi hugmynda og samspil þeirra við breytingar á stjórnkerfi, félagslegum, hagrænum og umhverfislegum ástæðum eru til umfjöllunar, og hvernig stjórnkerfi, samfélagslegur bakgrunnur og gildismat verkar á skipulagskenningar.

Einnig er fjallað um hverjir eru helstu áhrifavaldar og hagsmunahópar sem ráða ferðinni og hvaða áhrif skipulagsfræðin hafa á umhverfi okkar og á hvaða hátt, bæði alþjóðlega og í tengslum við íslenskt samfélag.

Íslensk skipulagssaga er jafnframt rakin í stórum dráttum á gagnrýninn hátt.

Verkefnavinna vegur 60% af lokaeinkunn og lokapróf 40% sem er heimapróf. 

Skyldumæting er í 3 málstofur en að öðru leyti er hægt að taka þátt í fyrirlestrum á Teams.

Námskeiðið er kennt á seinni stuttönn sem hefst seinnipart októbermánaðar og lýkur um mánaðarmótin nóvember/desember. Stundaskrá námskeiðs verður kynnt þegar nær dregur.

Námskeiðið er á seinni haustönn og er fyrsti kennsludagur fös. 25. okt. kl. 13-16 og síðasti kennsludagur fös. 29. nóv. kl. 13-16. Tímar fara yfirleitt fram á Teams og hægt er að horfa á upptökur af fyrirlestrum á kennsluvefnum.
Skyldumæting er í 2 staðlotur sem eru fim. 31. okt. kl. 13-17 (ath. ekki staðfest) og 22. nóv. kl. 13-17.

Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir
eru í nám í Skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. 
Námskeiðið er á meistarastigi og metið til 4 ECTS eininga.

Kennari er Astrid Lelarge aðjúnkt í skipulagsfræði við LBHÍ: Astrid er sérhæfð í sögu borgarskipulags og meðeigandi Alternance arkitektastofu.

Staður: Hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti í Reykjavík og fyrirlestra má sækja á Teams

Tími: Námskeiðið er á seinni haustönn, fyrsti kennsludagur er fös. 25. okt. og síðasti kennsludagur fös. 29. nóv.
Ath. skyldumæting er í staðlotur, sjá hér fyrir ofan. 

Verð: 44.000 kr.

– Við minnum á að hægt er að sækja um styrk frá stéttarfélögum til að sækja námskeið á háskólastigi – 

 

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.