Skógarhönnun og landnýtingaráætlanir

– Haldið í samstarfi við Skógræktina –

Á námskeiðinu verður fjallað um helstu aðferðir við gerð landnýtingaráætlana og þeirra fjölmörgu atriða sem taka þarf tillit til s.s. minja og náttúruvernd, landslags, markmið skógræktar og loks skógræktarskilyrða.

Farið verður í heildarskipulagningu bújarða þar sem skóg- og skjólbeltarækt er hluti af landnýtingunni.
Skoðaðir verða þættir eins og landlæsi, skógræktarskilyrði, umhverfisvernd, landslagsmótun með skógi,
val á trjátegundum miðað við aðstæður og markmið með skógræktinni.

Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum, umræðum og í lokin verklegri æfingu þar sem þátttakendur vinna með sína jörð og hefjast handa við gerð landnýtingaráætlunar.

Kennari námskeiðsins er Sigríður Júlía Brynleifsdóttir sviðsstjóri hjá Skógræktinni.
Sigríður er í grunninn búfræðingur, með BS próf í landnýtingu og meistarapróf í skógfræði.
Þann 1. desember tekur hún til starfa sem kennslustjóri í Lýðháskólanum á Flateyri.

NÁMSKEIÐIÐ FELLUR NIÐUR

Verð: 33.000 kr. (innifalið í verði er kennsla, hádegisverður og kaffiveitingar)

Athygli er vakin á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína
til að sækja nám og námskeið

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.