Umsókn
– Opið fyrir skráningu til 15. ágúst –
Á námskeiðinu kynnast nemendur fagsviði og sögu skógræktar og landgræðslu á Íslandi. Fjallað er um hvað er skógfræði, stöðu skóga í heiminum í dag og sér í lagi á Íslandi.
Farið er yfir helstu markmið skógræktar, hverjir stunda skógrækt og helstu tegundir í skóg- og trjárækt hér á landi. Farið er yfir inngang að landgræðslufræðum og fjallað um vistfræði skóga og samanburður við náttúruskóga og skóglaust land og skógrækt sem mótvægisaðgerð í loftslagsmálum.
Að námskeiði loknu eiga nemendur að geta gert grein fyrir stöðu skógamála hérlendis og í heiminum og vera með gott yfirlit yfir sögu skóga og skógrækta á Íslandi. Nemendur eiga að þekkja fagleg hugtök tengd skógfræði og landgræðslu, nefnt uppruna og eiginleika trjátegunda og greint helstu trjátegundir sem ræktaðar eru hérlendis. Jafnframt eiga nemendur að geta gert grein fyrir tengslum skógræktar við loftslagsmál.
Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og mætingarskylda í verklega kennslu sem eru tveir námskeiðsdagar. Í verklegri kennslu er farið í vettvangsferðir og fagaðilar heimsóttir. Fyrirlestrar eru aðgengilegir á Teams.
Verkefnavinna í námskeiði er metin 40% af lokaeinkunn, heimapróf 50% og tegundagreiningapróf 10%.
Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Námið er metið til 4 ECTS eininga á BS stigi.
Kennsla hefst mán. 19. ágúst og lýkur fim. 3. október. Stundaskrá og nánari upplýsingar má nálgast hér.
Kennarar eru Jóhanna Bergrúnar Ólafsdóttir brautarstjóri í Skógfræði og aðjúnkt við Landbúnaðarháskóla Íslands sem jafnframt er með umsjón með námskeiðinu. Aðrir kennarar eru Ása Aradóttir prófessor, Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor og Ólafur Eggertsson dósent.
Tími: Kennsla hefst mán. 19. ágú. og lýkur fim. 3. okt.
Verð: 44.000 kr.
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590