Skógvistfræði í skóglausu landi

– 2 ECTS eininga námskeið – 

Umsókn

 Íslenskir skógfræðingar hafa á síðustu áratugum náð mjög góðum árangri í nýskógrækt með gróðursettum forræktuðum skógarplöntum. Víða er fjölbreyttari aðferðum beitt við nýliðun skóga á skóglausu landi
sem byggja á vistfræðilegri þekkingu.

Á námskeiðinu verður þátttakendum kynntar nýjustu rannsóknir á þessu sviði skógvistfræði með áherslu á hvernig vistfræðilegir ferlar eins og sjálfsáning, framvinda, samhjálp og samkeppni eru nýtt við nýskógrækt. Ýmsir tilraunareitir og ræktaðir skógar verða heimsóttir og niðurstöður ræddar.

Þátttakendur öðlast góðan skilning á vistfræðilegum ferlum sjálfsáningar og hvernig þessir ferlar eru nýttir í nýskógrækt. Auk þess fá þeir góða yfirsýn og betri skilning á skógvistfræðilegum rannsóknum á Íslandi
og nýjustu niðurstöðum rannsókna erlendis.

Dennis Riege kennir námskeiðið en hann er er bandarískur vistfræðingur og háskólakennari sem hefur stundað rannsóknir á Íslandi í tæpa tvo áratugi. Námskeiðið er blanda af fræðilegu námskeiði og verklegri þjálfun. Tveir kennsludagar eru ferðadagar og mögulega verður farið í fleiri stuttar ferðir í nágrenni Hvanneyrar.

Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í BS nám í Skógfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemendur sem uppfylla öll skilyrði til próftöku gefst kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs.

Námskeiðið er á BS stigi og metið til 2 ECTS eininga.

Kennari: Denis Riege vistfræðingur og stundakennari við LBHÍ

Tími: 21. – 24. september hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri í Borgarfirði

Verð: 54.000 kr. (innifalið í verði er kennsla og rútuferðir tengdar vettvangsferðum)

– Athygli er vakin á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið –

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.