Skógvistfræði í skóglausu landi

– 2 ECTS einingar í framhaldsnámi

Íslenskir skógfræðingar hafa á síðustu áratugum náð mjög góðum árangri í nýskógrækt með gróðursettum forræktuðum skógarplöntum. Víða er fjölbreyttari aðferðum beitt við nýliðun skóga á skóglausu landi sem byggja á vistfræðilegri þekkingu. Í þessu námskeiði verður þátttakendum kynntar nýjustu rannsóknir á þessu sviði skógvistfræði, með áherslu á hvernig vistfræðilegir ferlar eins og sjálfsáning, framvinda, samhjálp og samkeppni eru nýtt við nýskógrækt.

Námskeiðið er hluti af framhaldsnámi við deild Náttúru og skóga við Landbúnaðarháskóla Íslands. Umsóknarfrestur til og með 25. september 2025.

Námskeiðið er blanda af fræðilegu námskeiði og verklegri þjálfun fyrir nemendur og starfandi skógfræðinga.

Öll kensla fer fram á ensku | This course is taught in English.

Á NÁMSKEIÐINU ER FJALLAÐ UM

  • Nýjustu rannsóknir á sviði skógvistfræði í skóglausu landi.
  • Hvernig vistfræðilegir ferlar eins og sjálfsáning, framvinda, samhjálp og samkeppni eru nýtt við nýskógrækt.
  • Ýmsa tilraunareiti og ræktaða skóga. Svæði verða heimsótt og niðurstöður ræddar.

FYRIR HVER
Öll sem vilja öðlast dýpri skilning á vistfræðilegum ferlum landnáms (sjálfsáningu), framvindu, samhjálp og samkeppni og hvernig þessir ferlar eru nýttir í nýskógrækt. Námskeiðið hentar líka þeim sem vilja öðlast betri yfirsýn og skilning á skógvistfræðilegum rannsóknum sem eru í gangi á Íslandi og á nýjustu niðurstöðum sambærilegra rannsókna erlendis. Ennfremur ættu nemendur að ver fær um að beita þessari þekkingu til að setja upp nýjar tilraunir á Íslandi.

NÁMSMAT

  • Virk þátttaka í umræðum og í námskeiðinu í heild (60%)
  • Kynning og útdráttur (40%).

KENNSLUFYRIRKOMULAG
Námskeiðið verður kennt í einni fjögurra daga lotu.

Kennsluaðferðir verða blanda af fyrirlestrum kennara, umræðum og nemendakynningum á völdum efnum. Reynt verður að hvetja til líflegra umræðna og mikillar beinnar þátttöku nemenda í námskeiðinu. Tveir dagar verða ferðadagar, og mögulega verður farið í fleiri stuttar ferðir í nágrenni Hvanneyrar.

Námskeiðið fer fram 28. – 30. nóvember

KENNARI
Dennis Riege er bandarískur vistfræðingur og háskólakennari sem hefur stundað rannsóknir á Íslandi síðustu 23 árin.

VERÐ
59.900 kr.

 

Endurmenntun LBHÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð

Keldnaholt - 112 Reykjavík

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590

Hvanneyri – 311 Borgarbyggð

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590