Stiklingaræktun á Hrym lerkikynblendingi | Endurmenntun

Stiklingaræktun á Hrym lerkikynblendingi

Ræktun lerkis hófst á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar þegar tegundin var flutt inn sem tilraun til að auka fjölbreytni í skógrækt. Lerki, einkum og sér í lagi Rússalerki, hefur reynst vaxa vel víða. Evrópulerki hefur ekki náð sér eins vel á strik enda þolir yrkið illa umhleypinga sem eru algengari hér sunnan og vestanlands. Lerkikynblendingurinn Hrymur lofar góðu og virðist tegundin þolin gagnvart því síbreytilega veðurfari sem finna má hér á landi. 

EFNISTÖK NÁMSKEIÐS
Á námskeiðinu verður fjallað um aðferðir til að framleiða skógarplöntur af Hrym lerkikynblendingi frá stiklingum og helstu eiginleika þeirra. Fjallað verður um tæknina, sem notuð er við örplöntuframleiðslu, ræktun og val á móðurplöntum, söfnun, klippingar og meðhöndlun á stiklingaefni. Undirbúning ræktunar og aðstæðna og hvaða möguleikar eru til staðar, og kostir og gallar við aðferðina.

Kynntir verða mismunandi þættir í undirbúningi, ræktunaraðstæður, stýringu og nauðsynlegan tækjabúnað fyrir rætingu stiklinga, örplöntuframleiðsluna og framhaldsræktun yfir í útplöntunarhæfar plöntur. Farið ítarlega í tæknina og aðferðir í hverju skrefi fyrir sig þar sem kostir og gallar eru metnir.

KENNARI
Jakob K Kristjánsson lífefnafræðingur og skógarbóndi, en hann hefur undanfarin tvö ár gert tilraunir með, og stýrt verkefni í samstarfi við fleiri aðila, sem hefur það að markmiði að þróa endurbætta örplöntutækni, sem mögulegt væri að nota til fjöldaframleiðslu á Hrymplöntum frá stiklingum.

NÁMSKEIÐ Í BOÐI
Þriðjudagur 14. október, kl. 13 – 17

KENNSLUFYRIRKOMULAG
Um er að ræða námskeið sem haldið er í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti í Reykjavík, Árleyni 22. Námskeiðið samanstendur af um tveimur hálftíma fyrirlestrum með glærukynningu. Síðan verður 2-3 klst. verklegur þáttur og sýnikennsla um tækjabúnað, meðferð stiklingaefnis og ræktunaraðferðir, sem fram fer í Gróðurhúsi Landbúnaðarháskólans á sama stað.

VERÐ
20.000 kr.  – innifalið í verði er kennsla og léttar kaffiveitingar.

Hámarksfjöldi er 15 manns.

Umsókn er ekki staðfest nema gengið sé frá greiðslu í umsóknarferlinu með debet- eða kreditkorti.

– Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið – 

Mikilvægar upplýsingar um greiðsluskilmála og greiðslukjör

Endurmenntun LBHÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð

Keldnaholt - 112 Reykjavík

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590

Hvanneyri – 311 Borgarbyggð

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590