Almennar upplýsingar um námið
Kjarni og kraftur vistmenningar liggur í hönnun sem fellur inn í hringrásir vistkerfa jarðar. Vistmenning hvetur til matvælaframleiðslu með langtímasjónarmiði í huga og tengir saman landnýting, ræktun og jarðvegslíf, auðlindanotkun, húshönnun, samvinnu í framleiðslukeðjum, samgöngur, virðingu fyrir hefðum, siðfræði og nýtsemi, viðskipti, félagsleg tengsl og heimilishald.
Í nútíma samfélagi gengur allt frekar hratt fyrir sig. Það gefst varla næði til að átta sig á samspil manns og náttúrunnar. En kröfur um efnisleg gæði þurfa ekki að stangast á við jákvætt sambýli við náttúruna. Maðurinn er jú hluti af umhverfinu og óskir hans og hagsmunir geta vel farið saman við hagsmuni umhverfisins.
En það er í valdi hvers og eins að meta hver séu hin raunverulegu lífsgæði. Fyrir suma eru það mikilvæg lífsgæði að leggja lítið fræ í mold og sjá að það verður að gulrót – að upplifa hvernig það er að vera hluti af því hringferli sem náttúran er.
Með því að taka þátt í þessu námskeiði geturðu tileinkað þér hugmyndafræði um vistmenningu, tengt hana við eigin aðstæður og fundið leiðir til að létta þér lífið smátt og smátt með því að auka afkastagetu (output) við sem minnst ílag (input). Vistmenning er frumleg persónuleg upplífun sem umbreytir leikandi viðhorf þitt gagnvart lífinu almennt. Að tileinka sér hugmyndafræði um vistmenningu og stunda hana er eins og að ganga í þægilegum skóm: þú gengur í þeim án þess að hugsa um þá allan tímann. Komdu og mátaðu.
Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiði er metið til 2 ECTS eininga.
Heildarfjöldi fyrirlestra er 14 og skiptist á 3 vikur, frá 25. okt. – 16. nóv., samtals 5 kennsludagar
Kennari: Cornelis Aart Meijles, ráðunautur hjá RML og stundakennari hjá LBHÍ
Staður: Í fjarkennslu á Teams.
Upptökur verða aðgengilegar meðan á námskeiði stendur og þátttakendur
geta hlustað á fyrirlestra þegar þeim hentar.
Tími: 25. okt. – 16. nóv. (sjá stundaskrá hér fyrir neðan)
Verð: 49.000 kr.
Athygli er vakin á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína
til að sækja nám og námskeið
Umsókn
STUNDASKRÁ
Þri. 25. okt. frá 15.15 -17.25
Fim.27. okt. frá 15.15 -17.25
Þri. 8. nóv frá kl 16.00 – 18.10
Mán.14. nóv. frá 15.15 – 17.25
Mið. 16. nóv. frá 15.15 – 17.25
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590
