runingsnamskeid | Endurmenntun

Fullt á námskeiðið en hægt að skrá sig á biðlista

Rúningsnámskeið Endurmenntunar LBHÍ hefur verið haldið um árabil og notið mikilla vinsælda. Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja læra vélrúning sauðfjár – jafnt byrjendum sem reyndari aðilum sem vilja skerpa á færni sinni, tileinka sér góða líkamsbeitingu og bæta handbrögð.

Kennslan fer fram á sauðfjárbúinu Hesti þar sem þátttakendur fá einstakt tækifæri til að læra í raunverulegu búsumhverfi. Lögð er áhersla á verklega kennslu, persónulega leiðsögn og að hver nemandi fái nægan tíma til æfinga.

Á námskeiðinu fá þátttakendur bæði fræðilega og verklega kennslu í vélrúningi sauðfjár. Lögð er áhersla á að kenna rétta líkamsbeitingu og handbrögð sem auðvelda vinnuna, draga úr álagi og tryggja velferð dýranna. Nemendur kynnast öllum helstu þáttum rúnings – allt frá undirbúningi og notkun tækja til ullarfrágangs.

EFNISTÖK NÁMSKEIÐS
Rétt líkamsbeiting og vinnustellingar
Handbragð, rétt grip og rúningsmynstur
Dýravænn rúningur sem tryggir bæði gæði og vellíðan
Val á réttum tækjum og búnaði.
Viðhald, stillingar og notkun klippa.
Hreinlæti og öryggisatriði við notkun véla
Frágangur og nýtni ullar

KENNARI
Jón Ottesen bóndi, sem  kennt hefur rúningtækni fyrir Endurmenntun um árabil sem og nemendum í búfræði við LbhÍ rúningstækni.

NÁMSKEIÐ Í BOÐI
Helgarnámskeið dagana 1. og 2. nóvember, kl. 9-17 báða daga. Námskeiðið er haldið á sauðfjárbúi Landbúnðarháskóla Íslands á Hesti í Borgarfirði.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 8 nemendur.

Verð: 65.000 kr. Innifalið í verði eru námsgögn, áhöld, hlífðarfatnaður, léttur hádegismatur og kaffiveitingar.

Umsókn er ekki staðfest nema gengið sé frá greiðslu í umsóknarferlinu með debet- eða kreditkorti.

– Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið – 

Mikilvægar upplýsingar um greiðsluskilmála og greiðslukjör

 

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð

Keldnaholt - 112 Reykjavík

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590