Almennar upplýsingar um námið

Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja læra vélrúning sauðfjár sem og þeim sem vilja endurmennta sig í góðri líkamsbeitingu og réttum handbrögðum við rúninginn.

Námskeiðið er að mestu í formi verklegrar kennslu þar sem nemendur fá tækifæri á að æfa rétt handbrögð með aðstoð kennara. Á námskeiðinu verða kennd og sýnd grunnatriði við vélrúning á sauðfé. Lögð verður áhersla á góða líkamsbeitingu, rétt handbrögð og frágang.

Hámarks fjöldi þátttakenda: 8

Kennsla: Jón Ottesen, bóndi á Grímarsstöðum í Borgarfirði

Tími: Október/nóvember 2021 (tveir dagar), kl. 9:00-17:00 hjá LbhÍ á Hesti í Borgarfirði (nánari tímasetning auglýst síðar).

Staðsetning: Hjá LbhÍ á Hesti í Borgarfirði (Búið Hestur er staðsett í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Hvanneyri. Í stað þess að beygt sé inn á afleggjarann að Hvanneyri er ekið áfram sem leið liggur og er Hestur síðasti bærinn áður en komið er að afleggjaranum inn í Lundareykjadal)

Verð: 49.000 kr. (Námsgögn, áhöld, hlífðarfatnaður og kaffi innifalið í verði,
ekki er hægt að bjóða upp á hádegismat og þátttakendur beðnir um að taka með sér nesti)

Hagnýtar upplýsingar: Minnt er á Starfsmenntasjóð bænda sem vistaður er hjá Bændasamtökum Íslands. (www.bondi.is)

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.