Járningar og hófhirða

– 4 ECTS eininga námskeið á háskólastigi –

Umsókn

Um er að ræða 7 vikna námskeið sem metið er til 4 ECTS eininga á háskólastigi þar sem þátttakendur sitja sama námskeið og nemendur í BS námi í hestafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ). 

Á námskeiðinu er fjallað um þróun og tilgang járninga og hófhirðu hrossa. Fjallað er um líffærafræði neðri hluta fótar með áherslu á uppbyggingu hófsins, eðli hans og hirðingu. Farið er yfir mikilvægi réttrar hófhirðu við uppeldi hrossa, umhirðu hófa reiðhrossa og umhirðu og eftirlit á hófum stóð- og unghrossa. Farið er yfir mikilvægi vandaðrar hófhirðu og járningar fyrir heilbrigði, velferð og endingu hesta. Farið er yfir mismunandi tegundir skeifna, hóffjaðra og annara efna tengdum járningum. Nemendur fá leiðsögn um notkun helstu verkfæra
til járninga og þjálfun í grunnþáttum járninga.

Námskeiðið er í fjarnámi og staðnámi og kennt hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Áfanginn er án lokaprófs og vægi verkefna 100%. Skyldumætingar er krafist í verklega kennslu sem fer fram þri. 3. sep. kl. 9-16 og þri. 24. sep. kl. 9-16 í reiðhöll LBHÍ á Mið-Fossum í Borgarfirði. Stundaskrá námskeiðs má nálgast hér.

Kennari á námskeiðinu er Sigurður Torfi Sigurðsson járningameistari og ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins.

Staður: Kennsla fer fram hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri í Borgarfirði. 

Tími: Námskeiðið er haldið á fyrri haustönn sem hefst 19. ágúst og lýkur um miðjan október. 
Verklegir tímar með skyldumætingu eru 3. sep. kl. 9-16 og 24. sep. kl. 9-16 á Mið-Fossum í Borgarfirði.

Verð: 44.000 kr.

– Við minnum á að hægt er að sækja um styrk til stéttarfélaga fyrir námskeiði á háskólastigi –

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.