Almennar upplýsingar um námið
Áburðaráætlun er grunnurinn að góðri og nýtingu áburðarefna en til þess að hún nýtist sem best
þarf áburðurinn að lenda í réttu magni á réttum stað á túninu.
Til þess að svo megi verða þarf að huga að ýmsum þáttum varðandi dreifinguna sjálfa s.s. greiningu áburðar, stillingar dreifar og dráttarvéla, jaðardreifing og GPS búnaður.
Á þessu námskeiði er farið yfir þessu helstu atriði sem skipta máli til að ná betri árangri við dreifingu á tilbúnum áburði.
Námskeiðið er bóklegt og lengd á námskeiði 3 klst. Hámarksfjöldi þátttakenda 20 og lágmarksfjöldi 12.
Í samstarfi við búnaðarsambönd er hægt að óska eftir því að fá námskeiðið um allt land með því að hafa samband við okkur með tölvupósti á netfangið endurmenntun@lbhi.is eða hringja í síma 433 5000. Viljum við benda á að hægt er að halda námskeið í plægingum og námskeið í áburðardreifingu saman og nýta þannig sérfræðiþekkingu
Hauks Þórðarsonar til hins ítrasta.
Kennsla: Haukur Þórðarson leiðbeinandi við Landbúnaðarháskóla Íslands
Tími: Hálfur dagur, eða 3 klst.
Verð: Ræðst af fjölda þátttakenda og verði haldið í lágmarki
Minnt er á Starfsmenntasjóð bænda sem vistaður er hjá Bændasamtökum Íslands (www.bondi.is)
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590
