Áburðagjöf í garðyrkju

Almennar upplýsingar um námið

Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur

Námskeiði er ætlað öllum sem hafa áhuga á garðrækt og jarðrækt, sem og garðyrkjufræðingum, skrúðgarðyrkjufræðingum og þeim sem sinna garðaráðgjöf.

Farið yfir helstu grunnatriði varðandi næringarefni og áburð. Hlutverk áburðarefna í plöntum, hlutfall næringarefna og næringarskort. Sýrustig og kölkun jarðvegs. Helstu einkenni íslensk jarðvegs. Jarðvegsbætur og undirbúningur jarðvegs til ræktunar.

Lífræn áburður. Notkun, helstu tegundir lífræns áburðar, kosti og galla ásamt áburðarskömmtum.

Ólífrænn áburðir. Helstu tegundir tilbúins áburðar, hlutfall næringarefna í áburði og áburðarskammtar.

Kennsla: Jón Kr. Arnarson garðyrkjufræðingur LbhÍ.

Tími: kl. 9:00-15:00 (7 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.

Verð: (Kaffi, hádegismatur og gögn innifalin í verði).

Hagnýtar upplýsingar: Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám.

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.