Æðarrækt. ungauppeldi og eyðing á vargi

Almennar upplýsingar um námið

– Í samstarfi við Æðarræktarfélag Íslands – 

Námskeiðið er ætlað bæði þeim sem stunda æðarrækt sem og öllu áhugafólki um æðarrækt.

Dúnnytjar eru alda gömul búgrein og hafa aðferðir og vinnubrögð þróast sem koma bóndanum og æðarfuglinum vel. Æðarfuglinn er villtur og nýtur góðs af afskiptum mannsins yfir varptímann. Þessar aðferðir byggja á verndun fuglsins og haga aðstæðum í varplandinu þannig að varp og dúnnýting aukist.

Á námskeiðinu verður farið yfir þróun æðarræktar á Íslandi , hvernig beri að hefja æðarrækt og að hverju þarf að huga. Fjallað verður um hvaða leiðir virka best við að verja varpið fyrir vargi og hvernig hægt er að stækka stofninn með ungauppeldi.

Haldið laugardaginn 26. mars eða 2. apríl (að öllu óbreyttu) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti í Reykjavík.

Verð: 29.000 kr. 

Tími:  Ekki er komin dagsetning en stefnt að því að halda það um mánaðarmótin mars/apríl

Staður: Hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík

Kennsla: Ýmsir sérfræðingar (kynnt síðar)

Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám – 

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.