Auðlinda- og umhverfishagfræði

– 4 ECTS eininga námskeið – 

Umsókn

Í námskeiðinu er fjallað um grunnatriði í auðlinda- og umhverfishagfræði, m.a. samspil hagkerfis og umhverfis, efnahagslegt gildi umhverfis og helstu aðferðir til að mæla umhverfisgæði.

Farið er yfir tengsl eignarréttarfyrirkomulags og auðlindanýtingar, fjallað um hugtakið sjálfbær þróun og skynsamlega nýtingu á endurnýjanlegum og óendurnýjanlegum náttúruauðlindum.

Einnig er rætt um markaðsbresti og hæfi markaðskerfisins til að tryggja hagkvæmustu not auðlinda. Til umfjöllunar verða vatnsauðlindir, landbúnaður, búvörusamningar og skógrækt ásamt fleiru.

Um er að ræða 7 vikna námskeið á seinni haustönn.
Fyrirlestrar eru teknir upp og settir á netið og því hægt að stunda námið í fjarnámi að mestu. Tvær staðarlotur eru haldnar, sú fyrri þriðjudaginn 7. nóvember l. 13-16 og seinni þriðjudaginn 28. nóvember kl. 13-16.

Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er á BS/BA stigi og má meta til 4 ECTS eininga.

Kennari: Jóhanna Gísladóttir lektor við LBHÍ

Tími: Í fjarkennslu að mestu og fyrirlestrar aðgengilegir á netinu. Tvær staðarlotur 7. nóv. og 28. nóv. kl. 13-16.

Verð: 54.000 kr.

 Athygli er vakin á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið – 

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.