Beiðslisgreining og frjósemi mjólkurkúa

-Í samstarfi við Búnaðarsamband Skagfirðinga –

Almennar upplýsingar

– Haldið í samstarfi við Búnaðarsamband Skagfirðinga – 

Til að hámarka afrakstur kúa reyna kúabændur að láta kýrnar bera einu sinni á ári.
Þetta þýðir að kýrnar þurfa að festa fang um það bil 85 dögum eftir burð.
Erfiðleikar við beiðslisgreiningu valda því að þetta markmið næst ekki alltaf.

Á námskeiðinu verður fjallað um frjósemi mjólkurkúa almennt og eðlilega hegðun kúnna þegar þær beiða.

Sagt verður frá aðferðum til þess að meta beiðslis og skýrt út hvernig hægt er að nota upplýsingar úr
huppa.is til að meta frjósemina á búinu.

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að vera betur í stakk búnir til að bæta það
sem betur getur farið í búrekstrinum sem snýr að því að koma kálfi í kýrnar.

Kennari: Þorsteinn Ólafsson dýralæknir

Tími: Fim. 24. mars kl. 10-17 

Staður: Farskólinn miðstöð símenntunar á Norðvesturlandi, Faxatorgi Sauðárkróki

Verð: 33.000 kr. (Innifalið í verði er kennsla, hádegisverður og kaffi)
Ef tveir eða fleiri mæta frá sama bæ/búi er veittur 25% afsláttur af námskeiðsgjaldi. Vinsamlega látið vita við skráningu með því að senda tölvupóst á netfangið endurmenntun@lbhi.is.

Hagnýtar upplýsingar: Minnt er á Starfsmenntasjóð bænda sem vistaður er hjá Bændasamtökum Íslands https://www.bondi.is/felagsmal/starfsmenntasjodur/

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.

 - Haldið í samstarfi við Smalahundafélag Íslands og Bændasamtök Íslands -

Mikill áhugi hefur verið á fjárhundanámskeiðum sem Endurmenntun LBHÍ hefur haldið í samstarfi við Smalahundafélag Íslands og Bændasamtök Íslands, og hafa færri komist að en vilja.

Næsta námskeið verður haldið í reiðhöll LBHÍ á Mið-Fossum í Borgarfirði og eru tvö, tveggja daga námskeið í boði:
- Fyrra námskeiðið er lau. 24. feb. og sun. 25. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds
- Seinna námskeiðið er mán. 26. feb. og þri. 27. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds

Hámarksfjöldi á hverju námskeiði eru 12 nemendur,
8 til 9 nemendur með hundi og 5 nemendur án hunds.

Í ljósi sögunnar og þróunar búsetu um hinar dreifðu sveitir landsins blasir við að fólki til sveita fækkar og smalamennska verður erfiðari af þeim sökum. Því hafa góðir smalar með vel þjálfaða hunda aldrei verið mikilvægari en einmitt nú. Námskeið þetta er því góð viðleitni við að undirbúa menn fyrir þessa breyttu tíma og auka sérhæfingu á þessu sviði.

Kennari á námskeiðinu er Jo Agnar Hansen sauðfjárbóndi sem kemur frá Noregi. Hann er búinn að vera með smalahund frá árinu 1987 og er talinn einn af fjórum fremstu fjárhundatamningamönnum Noregs.
Jo Agnar hefur verið í norska landsliðinu frá 2006 og er formaður Hedmark Gjeterhundlag sem er deild innan norsku sauðfjár- og geitfjársamtaka Noregs.  

Um er að ræða námskeið þar sem vönduð vinnubrögð og fagmennska eru í hávegum höfð. Á námskeiðinu mun Paddy Fanning kenna aðferðafræðina við að temja fjárhunda. Uppbygging námskeiðsins er 80% verkleg þjálfun sem fram fer í reiðhöllinni og úti við ef aðstæður leyfa. Þá er 20% bókleg kennsla eftir því sem þörf krefur.

Hundar verða að vera byrjaðir í tamningu með kindum og kunna að hlýða frumskipunum til að námskeiðið nýtist.

Í boði er að sitja námskeiðið án hunds gegn vægara gjaldi!

Kennari: Jo Agnar Hansen sauðfjárbóndi og fjárhundatemjari frá Noregi

Staður: Reiðhöllinni á Mið-Fossum í Borgarfirði

Tími: Fyrra námskeiðið er lau. 24. feb. og sun. 25. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds
Seinna námskeiðið er mán. 26. feb. og þri. 27. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds

Verð með hundi: 60.000 kr. - innifalið í verði er kennsla, hádegisverður og kaffi
Verð án hunds: 30.000 kr. - innifalið í verði er að horfa á kennsluna, hádegisverður og kaffi

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð

Keldnaholt - 112 Reykjavík

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590