Bókhald - grunnnámskeið

Almennar upplýsingar um námið

Námskeiðið er kennt í fjarnámi og er hugsað sem undirbúningsnámskeið fyrir þa sem vantar grunn í bókhaldi og nýtist vel þeim sem stefna á nám við LBHÍ, bæði starfsmenntanám og nám í búvísindum og skógfræði á BS stigi. Námið nýtist einnig sem undirbúningur fyrir nám í öðrum skólum.

Námskeiðið hentar einnig mjög vel þeim sem eru með minni sjálfstæðan rekstur og þurfa að sinna grunn bókhaldsvinnu í störfum sínum. Námið nýtist einnig vel sem grunnur í áframhaldandi nám.

Farið er í grundvallaratriði tvöfalds bókhalds og lokun bókhalds. Unnin verða allmörg verkefni við að færa dagbók eftir fylgiskjölum og við uppgjör með reikningsjöfnuði. Uppsetning rekstrar- og efnahagsreiknings er einnig kynnt, samspil þeirra, ásamt helstu hugtökum reikningshalds. Nemendum er einnig gerð grein fyrir hlutverki bókarans og tilgangi bókhalds.

Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er á framhaldsskóla stigi og má meta til 2 framhaldsskólaeininga (fein).

Kennsla: Gunnar Örn Kárason kennari við LbhÍ.

Tími: Frá 4. júlí til 29. júlí

Kennslufyrirkomulag: Alfarið kennt í fjarkennslu, mögulega með einhverri mætingu í fyrirlestra/kynningar í gegnum fjarfundabúnað

Námsmat: Smærri verkefni og stærra lokaverkefni. Lágmarkseinkunn 5.0 í öllum námsþáttum til að standast námskeiðið

Verð: 5.000 kr. fyrir nemendur skráða í nám við LBHÍ veturinn 2022-2023 / 15.000 kr. fyrir aðra

Skráningarfrestur: Til og með 30. júní 2022

Umsókn fyrir nemendur í LBHÍ

Umsókn fyrir aðra nemendur

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.