Almennar upplýsingar um námið
Námskeiðið er undirbúningsnámskeið fyrir þá sem vantar grunn í efnafræði og nýtist vel þeim sem stefna á nám við LBHÍ hvort heldur sem er starfsmenntanám eða BS nám á sviði náttúru- og umhverfisfræði, búvísinda og skógfræði. Námskeiðið er einnig opið nemendum annarra skólastofnana.
Námskeiðið hentar einnig mjög vel öllum þeim sem vilja öðlast grunnfærni í efnafræði, m.a. starfandi bændum, garðyrkjubændum, þeim sem vinna í eða í tengslum við raungreinar og rannsóknir sem og þeim sem hyggja á áframhaldandi nám og vilja fá staðgóðan grunn í efnafræði eða einfaldlega að rifja upp fyrri þekkingu.
Nemandi á að loknum þessum áfanga að hafa öðlast nokkurn skilning á frumatriðum efnafræðinnar, byggingu frumeinda (atóma) og uppbyggingu lotukerfisins. Þá á nemandinn að skilja og geta beitt helstu grunnhugtökum greinarinnar og kunna skil á efnatengjum, efnahvörfum og efnasamböndum.
Lögð er áhersla á að nemandinn geti reiknað út mólstyrk lausna og efnainnihald einstakra frumefna í efnasamböndum, t.d. köfnunarefnisinnihald í kjarna. Sérstök áhersla er lögð á að kynna grunnhugtök í lífrænni efnafræði.
Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er á framhaldsskólastigi og má meta til 2 framhaldsskólaeininga.
Kennsla: Björk Lárusdóttir náttúru- og umhverfisfræðingur
Tími: Frá 2. ágúst til 19. ágúst
Kennslufyrirkomulag: Alfarið kennt í fjarkennslu, mögulega með einhverri mætingu í fyrirlestra/kynningar í gegnum fjarfundabúnað
Námsmat: Verkefnavinna og lokapróf, lágmarkseinkunn 5.0 í öllum námsþáttum til að standast námskeiðið
Verð: 5.000 kr. fyrir nemendur sem stunda nám við LBHÍ / 15.000 kr. fyrir aðra
Skráningarfrestur: Til og með 28. júlí 2022
Umsókn fyrir nemendur í LBHÍ
Umsókn fyrir aðra nemendur
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590