Efnafræði - grunnnámskeið

Almennar upplýsingar um námið

Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja fá grunnfærni í efnafræði. Hentar t.a.m. starfandi bændum, garðyrkjubændum, þeim sem vinna í eða í tengslum við raungreinar og rannsóknir sem og þeim sem hyggja á áframhaldandi nám og vilja fá staðgóðan grunn í efnafræði eða einfaldlega að rifja upp fyrri þekkingu.

Nemandinn á að loknum þessum áfanga að hafa öðlast nokkurn skilning á frumatriðum efnafræðinnar, byggingu frumeinda (atóma) og uppbyggingu lotukerfisins. Þá á nemandinn að skilja og geta beitt helstu grunnhugtökum greinarinnar og kunna skil á efnatengjum, efnahvörfum og efnasamböndum.

Lögð er áhersla á að nemandinn geti reiknað út mólstyrk lausna og efnainnihald einstakra frumefna í efnasamböndum, t.d. köfnunarefnisinnihald í kjarna. Sérstök áhersla er lögð á að kynna grunnhugtök í lífrænni efnafræði.

Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er á framhaldsskólastigi og má meta til 2 framhaldsskólaeininga.

Kennsla: Björk Lárusdóttir náttúru- og umhverfisfræðingur.

Tími: Hefst 22. júní í fjarkennslu og stendur í 5 vikur.

Verð: 3.000 kr

Sumarúrræði stjórnvalda 2020
Nám og námskeið sem í boði eru hjá LbhÍ og Endurmenntun LbhÍ á sumarönn 2020 eru niðurgreidd af menntamálaráðuneytinu. Námskeiðin eru hluti af tímabundnu átaki stjórnvalda til að skapa náms- og atvinnutækifæri fyrir einstaklinga.
Námskeiðin sem í boði eru henta því sérstaklega námsmönnum og atvinnuleitendum en einnig þeim sem vilja skoða nýjar leiðir þegar kemur að eigin starfsþróun og auknum atvinnutækifærum.

Skoða má öll þau námskeið sem falla undir sumarúrræði stjórnvalda 2020 hér.

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.