Einkatímar með Meghan Oesch atvinnuhundaþjálfara frá Kanada

Umsókn

Í boði eru 8 einkatímar með Meghan Oesch viðurkenndum atvinnuhundaþjálfara frá Kanada. Um er að ræða klukkustundar námskeið þar sem leiðandi er einn með sínum hundi og velur sjálfur hvernig þjálfun hann vill fá fyrir sinn hund, t.d. hlýðniþjálfun, nosework þjálfun eða þjálfun fyrir reaktívan hund eða lætur Meghan koma með tillögu að þjálfun fyrir hundinn. 

Þeir sem sækja einkatíma fá einnig Teams aðgang að 3 klukkustunda löngum fyrirlestri Meghan um hlýðniþjálfun sem hún verður með föstudaginn 23. febrúar kl. 17-20. Sendur er hlekkur á þátttakendur 1-2 dögum áður en fyrirlesturinn er haldinn. 

Sem atvinnuhundaþjálfari leggur Meghan áherslu á að aðlaga þjálfunaraðferðir að þörfum hvers hunds og lítur svo á að engin ein aðferð virki á alla hunda þar sem þeir eru eins ólíkir eins og þeir eru margir.

Meghan hefur starfað sem hundaþjálfari í á annan áratug og hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna. Fyrsta áratuginn sem þjálfari vann hún með gæludýrahundum í að bæta hlýðni, keppa í hundasportum og taka á hegðunarvandamálum hunda með hundaeigendum en síðustu ár hefur hún fært sig yfir í að þjálfa lögregluhunda. Þessu til viðbótar tekur hún þátt í hlýðniprófum, er dómari í rallý hlýðni fyrir kanadíska Kennelklúbbinn og hefur náð stórkostlegum árangri í þjálfun verndarhunda/shutzhund (protection dogs) og „dock diving“.

Kennari: Meghan Oesch atvinnuþjálfari frá Kanada

Staður: Reiðhöll Hamraenda 14, Kópavogi (hesthúsahverfi Spretts, sjá nánar hér)

Tími: Lau. 17. feb. kl. 9 – 18 – einkatímarnir eru klukkustunda langir, fyrsti tími kl. 9 og síðasti tími kl. 17. Einnig fá þátttakendur að hlusta á erindi Meghan á Teams um hlýðniþjálfun sem fram fer föstudaginn 23. febrúar kl. 17-20. 

Verð : 25.000 kr.

Athygli er vakin á að flest stéttarfélag styðja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið 

Upplýsingar um greiðslufyrirkomulag og skilmála

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.