Umsókn
– Fimmtudagur 13. febrúar kl. 16-19. –
Í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur býður Endurmenntun LbhÍ upp á nýtt námskeið um eldivið.
Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um fellingu og sögun á minni trjám, hvernig best er að kljúfa viðinn og þurrka. Farið verður yfir eiginleika tegunda og hvaða viður hentar í mismunandi eldstæði. Þá verður fjallað sérstaklega um brunavarnir, mismunandi eldstæði, hvernig megi lágmarka eldhættu og margt, margt fleira.
FJALLAÐ ER MEÐAL ANNARS UM
- Fellingu og sögun á minni trjám.
- Trjátegundir og mismunandi eiginleika þeirra.
- Þurrkun, loftun og raka eldiviðar.
- Eldstæði, umgengni og umhirða þeirra.
- Uppkveikiefni og uppkveikju elds í öruggu umhverfi.
- Eldhættu í görðum og á sumarhúsalóðum.
FYRIR HVERJA
Námskeiðið er hugsað fyrir fólk sem vill geta nýtt greinar og trjástofna sem falla til við umhirðu og grisjun í görðum eða sumarbústaðalóðum. Nú er að hefjast sá árstími sem hentar best til að grisja í görðum.
KENNARAR
Sævar Hreiðarsson, skógfræðingur og skógarvörður í Heiðmörk.
Teitur Björgvinsson, umsjónarmaður viðarvinnslu og viðarverslunar hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur.
NÁMSKEIÐ Í BOÐI
Fimmtudagur 13. febrúar kl. 16-19.
KENNSLUFYRIRKOMULAG
Námskeiðið er að hluta bóklegt en að mestu leyti verklegt. Nemendur fá meðal annars að prófa sig áfram í verklagi við að ná í eldivið úr eigin garði. Námskeiðið fer fram í Heiðmörk hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Kennt er í viðarvinnslu félagsins og næsta nágrenni sem er kjörið til verklegrar þjálfunar.
Boðið er upp á léttar kaffiveitingar á námskeiðinu.
VERÐ 25.000 kr.
Skráning og nánari upplýsingar eru hér fyrir ofan.
– Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið –
Umsókn er ekki staðfest nema gengið sé frá greiðslu í umsóknarferlinu með debet- eða kreditkorti.
Endurmenntun LBHÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590
Hvanneyri – 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590