Umsókn
Ekki búið að opna fyrir umsóknir
Á hverju ári verða því miður alvarlegir brunar á sveitabæjum þar sem bæði fólk og búfénaður er í mikilli hættu. Brunavarnir, slökkvibúnaður og viðbragðsáætlun er nauðsyn til að fyrirbyggja og lágmarka tjón af völdum bruna.
Rafbúnaður, raflagnir og tæki í landbúnaðarbyggingum eru gjarnan undir miklu álagi. Raki í lofti, ryk og titringur eða slit hefur áhrif á endingartíma og öryggi tækja. Mörg fjós eru orðin mjög tæknibúin sem eykur áhættu á bruna vegna raftækja eða rafmagns og hefur aldur tækja þar einnig mikil áhrif á.
Sjálfsíkveikja í heyi og hálmi hafa verið algengir hérlendis og oft hefur hlotist af þeim stórtjón þó breyttar aðferðir í heyverkun hafi fækkað þeim til muna. Með aukinn kornrækt hérlendis hefur sú hætta aukist aftur og þarf því enn að vera á varðbergi hvað þennan þátt varðar.
Aðgangur að vatni getur verið mikilvægur þegar kemur að eldvörnum í landbúnaði og þá þarf að eiga langar slöngur og vatnsdælu, sem margir bændur hafa ekki orðið sér út um þó bæjarlækur sé við bæinn eða vatnsból nálægt.
Birgir Þór Guðmundsson slökkviliðsmaður og bráðatæknir hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins mun kenna á námskeiði um eldvarnir í landbúnaði á vegum Endurmenntunar LBHÍ. Námskeiðið er haldið í góðu samstarfi við Brunavarnir Árnessýslu og er hluti námskeiðsins verkleg kennsla í að nota og beita slökkvitækjum í baráttu við tilbúinn eld, undir handleiðslu Birgis Þórs og slökkviliðsmanna á svæðinu.
Kennsla: Birgir Þór Guðmundsson slökkviliðsmaður og bráðatæknir
Tími: Mars 2024
Verð: xx.xxx kr. – innifalið í verði er bókleg og verkleg kennsla, leiga á slökkvitækjum og pönnum og kaffiveitingar
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590