Almennar upplýsingar um námið
.Haldið í samstarfi við FATEX – félag fata- og textílkennara í framhaldsskólum og Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskóla (SEF)
Námskeiðið er ætlað þeim sem kenna fata- og textílmennt í framhaldsskólum landsins og eru félagsmenn í FATEX.
Ull sauðkindarinnar skiptist í tvennt, annarsvegar þel sem er mjúkt og stutt og hinsvegar tog sem er lengra og mun grófara. Þá er íslenska ullin mjög breytileg og fara gæði hennar m.a. eftir veðurfari, fóðri, útigöngu og fyrri rúningi. Þá hefur tilhneigingin verið sú að hvíta ullin er mun meira nýtt í framleiðslu á meðan handverksfólk getur nýtt mun meira. Sú ull sem er hvað mest nýtt í handverk er sú ull sem er rúin af sumarlömbum rétt áður en þau eru tekin á hús.
Á námskeiðinu verður farið yfir alla þá helstu þætti sem snúa að vinnslu ullar frá því hún kemur af fénu og þangað til hún er tilbúin fyrir vinnslu handverks.
Byrjað er á því að fara gróflega yfir flokkun á ull til handverks, sjá út hvað er besta ullin og hvar hún er á skepnunni. Þá verður kenndur þvottur, þurrkun og geymsla ullar. Í beinu framhaldi verður farið yfir það hvernig ullin er unnin í átt að bandi, kennt að kemba og spinna þráð.
Seinni hluti námskeiðsins verður síðan nýttur í að kenna litun ullar frá upphafi til enda. Fjallað verður um litfesta, litunarjurtir og efni til að breyta litum. Spjallað verður um litunina eins og hún var á öldum áður og einnig verður spáð í kaktuslús og erlendar tegundir sem notaðar eru til litunar. Fjallað verður um hvernig og hvenær er best að tína jurtirnar og verka til geymslu.
Eftir námskeiðið eiga þáttakendur að geta unnið ull í þráð, geta litað sjálfir og gert tilraunir með jurtir úr sínu nánasta umhverfi. Þá eiga þáttakendur að hafa sýn inn í þann heim sem hægt er að nýta ull í, bæði handverk hverskonar og nytjavöru.
Kennsla: Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur og eigandi Hespu handverkshús, Helga Thoroddsen prjónahönnuður, Hulda Brynjólfsdóttir handverkskona og eigandi Uppspuna, spunaverksmiðju og Marianne Guckelsberger tóvinnukona.
Tími: XXX í húsnæði Uppspuna og húsnæði Hespu á Suðurlandi.
Verð:
Umsókn
Dagskrá
1. dagur – 8. júní – Er ull bara ull?
Staðsetning: Uppspuni, spunaverkstæði. Lækjartúni, 851 Hellu (www.uppspuni.is)
10:00-12:00 – Hvað má gera við ullina annað en að prjóna lopapeysu? Hvernig má nýta ólíkar ullargerðir til ýmissa ólíkra verkefna. Hulda Brynjólfsdóttir, Uppspuni.
12:00-12:40 – Matur
12:40-13:40 – Verkleg kennsla í flokkun á ull, forvinnu og þvott. Nemendur fá sýnikennslu í því hvernig garn er spunnið í vélum. Hulda Brynjólfsdóttir, Uppspuni.
13:40-14:00 – Kaffi
14:00-16:00 – Nemendur þæfa lítinn hlut. Hulda Brynjólfsdóttir, Uppspuni.
2. dagur – 9. júní – Spuni og kembing
Staðsetning: Hespuhúsið við Selfoss
Hópnum er skipt upp í tvennt, tvö verkefni í gangi (spuni og tröllaprjón). Annar hópurinn byrjar á að læra að spinna á halasnældu á meðan hinn vinnur með tröllaband. Eftir hádegið skipta hóparnir á verkefnum.
10:00-12:00 – Tæknin við að spinna á halasnældu. Marianne Guckelsberger tóvinnukona. Unnið úr tröllabandi. Hulda Brynjólfsdóttir, Uppspuni.
12:00-12:40 – Matur
12:40-13:40 – Erindi um Víkingaspuna. Marianne Guckelsberger tóvinnukona.
13:40-14:00 – Kaffi
14:00-16:00 – Tæknin við að spinna á halasnældu. Marianne Guckelsberger tóvinnukona. Unnið úr tröllabandi. Hulda Brynjólfsdóttir, Uppspuni.
3. dagur – 10. júní – Plöntugreining og jurtalitun
Staðsetning: Hespuhúsið við Selfoss
10:00-12:00 – Plöntugreining og undirbúningur plantna fyrir litun. Farið verður út á nærliggjandi svæði til að safna plöntum. Guðrún Bjarnadóttir handverkskona og náttúrufræðingur.
12:00-13:00 – Matur
13:00-16:00 – Jurtalitun. Guðrún Bjarnadóttir handverkskona og náttúrufræðingur.
4. dagur – 11. júní – Indigo litun
Staðsetning: Hespuhúsið við Selfoss
9:00-10:00 – Saga jurtalitunar, hvaðan kom blái liturinn? Guðrún Bjarnadóttir handverkskona og náttúrufræðingur
10:00-12:00 – Indigo litun. Guðrún Bjarnadóttir handverkskona og náttúrufræðingur.
12:00-12:40 – Matur
12:40-14:10 – Indigo litun. Guðrún Bjarnadóttir handverkskona og náttúrufræðingur.
14:10-14:30 – Kaffi
14:30-16:00 – Prjónahönnun og úrvinnsla. Helga Thoroddsen prjónahönnuður.
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
- Haldið í samstarfi við Smalahundafélag Íslands og Bændasamtök Íslands -
Mikill áhugi hefur verið á fjárhundanámskeiðum sem Endurmenntun LBHÍ hefur haldið í samstarfi við Smalahundafélag Íslands og Bændasamtök Íslands, og hafa færri komist að en vilja.
Næsta námskeið verður haldið í reiðhöll LBHÍ á Mið-Fossum í Borgarfirði og eru tvö, tveggja daga námskeið í boði:
- Fyrra námskeiðið er lau. 24. feb. og sun. 25. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds
- Seinna námskeiðið er mán. 26. feb. og þri. 27. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds
Hámarksfjöldi á hverju námskeiði eru 12 nemendur,
8 til 9 nemendur með hundi og 5 nemendur án hunds.
Í ljósi sögunnar og þróunar búsetu um hinar dreifðu sveitir landsins blasir við að fólki til sveita fækkar og smalamennska verður erfiðari af þeim sökum. Því hafa góðir smalar með vel þjálfaða hunda aldrei verið mikilvægari en einmitt nú. Námskeið þetta er því góð viðleitni við að undirbúa menn fyrir þessa breyttu tíma og auka sérhæfingu á þessu sviði.
Kennari á námskeiðinu er Jo Agnar Hansen sauðfjárbóndi sem kemur frá Noregi. Hann er búinn að vera með smalahund frá árinu 1987 og er talinn einn af fjórum fremstu fjárhundatamningamönnum Noregs.
Jo Agnar hefur verið í norska landsliðinu frá 2006 og er formaður Hedmark Gjeterhundlag sem er deild innan norsku sauðfjár- og geitfjársamtaka Noregs.
Um er að ræða námskeið þar sem vönduð vinnubrögð og fagmennska eru í hávegum höfð. Á námskeiðinu mun Paddy Fanning kenna aðferðafræðina við að temja fjárhunda. Uppbygging námskeiðsins er 80% verkleg þjálfun sem fram fer í reiðhöllinni og úti við ef aðstæður leyfa. Þá er 20% bókleg kennsla eftir því sem þörf krefur.
Hundar verða að vera byrjaðir í tamningu með kindum og kunna að hlýða frumskipunum til að námskeiðið nýtist.
Í boði er að sitja námskeiðið án hunds gegn vægara gjaldi!
Kennari: Jo Agnar Hansen sauðfjárbóndi og fjárhundatemjari frá Noregi
Staður: Reiðhöllinni á Mið-Fossum í Borgarfirði
Tími: Fyrra námskeiðið er lau. 24. feb. og sun. 25. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds
Seinna námskeiðið er mán. 26. feb. og þri. 27. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds
Verð með hundi: 60.000 kr. - innifalið í verði er kennsla, hádegisverður og kaffi
Verð án hunds: 30.000 kr. - innifalið í verði er að horfa á kennsluna, hádegisverður og kaffi
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590
