Ull og tóvinna - Af kind að tilbúnu garni

Almennar upplýsingar um námið

Haldið í samstarfi við FATEX – félag fata- og textílkennara í framhaldsskólum og Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskóla (SEF)

Námskeiðið er ætlað þeim sem kenna fata- og textílmennt í framhaldsskólum landsins.

Ull sauðkindarinnar skiptist í tvennt, annarsvegar þel sem er mjúkt og stutt og hinsvegar tog sem er lengra og mun grófara. Þá er íslenska ullin mjög breytileg og fara gæði hennar m.a. eftir veðurfari, fóðri, útigöngu og fyrri rúningi. Þá hefur tilhneigingin verið sú að hvíta ullin er mun meira nýtt í framleiðslu á meðan handverksfólk getur nýtt mun meira. Sú ull sem er hvað mest nýtt í handverk er sú ull sem er rúin af sumarlömbum rétt áður en þau eru tekin á hús.

Á námskeiðinu verður farið yfir alla þá helstu þætti sem snúa að vinnslu ullar frá því hún kemur af fénu og þangað til hún er tilbúin fyrir vinnslu handverks.

Byrjað er á því að fara gróflega yfir flokkun á ull til handverks, sjá út hvað er besta ullin og hvar hún er á skepnunni. Þá verður kenndur þvottur, þurrkun og geymsla ullar. Í beinu framhaldi verður farið yfir það hvernig ullin er unnin í átt að bandi, kennt að kemba og spinna þráð.

Seinni hluti námskeiðsins verður síðan nýttur í að kenna litun ullar frá upphafi til enda. Fjallað verður um litfesta, litunarjurtir og efni til að breyta litum. Spjallað verður um litunina eins og hún var á öldum áður og einnig verður spáð í kaktuslús og erlendar tegundir sem notaðar eru til litunar. Fjallað verður um hvernig og hvenær er best að tína jurtirnar og verka til geymslu.

Eftir námskeiðið eiga þáttakendur að geta unnið ull í þráð, geta litað sjálfir og gert tilraunir með jurtir úr sínu nánasta umhverfi. Þá eiga þáttakendur að hafa sýn inn í þann heim sem hægt er að nýta ull í, bæði handverk hverskonar og nytjavöru.

Kennsla: Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur og eigandi Hespu handverkshús og Hulda Brynjólfsdóttir handverkskona og eigandi Uppspuna, spunaverksmiðju

Tími: Mán 8. júní, kl. 10:00-16:00, þri. 9. júní, kl. 9:00-16:00, mið. 10. júní, kl. 10:00-16:00 og fim 11. júní, kl. 9:00-16:00 í húsnæði Uppspuna og húsnæði Hespu á Suðurlandi.

Verð: 8.000 kr

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.

Reiðmaðurinn

Grænni skógar I og II

Endurheimt staðargróðurs

Framkvæmdir á áfangastöðum

Innviðir ferðamannastaða

Sauðfjársæðingar

Trjáfellingar og grisjun

Viðhald göngustíga

Aðventuskreytingar

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð

Keldnaholt - 112 Reykjavík

Reykir - 810 Hveragerði

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590

Skrá mig
á póstlista

Share This