Landbúnaðartengd ferðaþjónusta

– Námskeiðið er metið til 3 framhaldsskólaeininga (fein) –

Umsókn

Ferðaþjónusta er ein stærsta atvinnugrein landsins sem styður og og eflir samfélagið í gegnum fjölþætt tækifæri til uppbyggingar, atvinnu- og nýsköpunar. Margir bændur hafa fléttað saman ferðaþjónustu og landbúnað með góðum árangri og á þessu námskeiði er sérstök áhersla lögð á landbúnaðartengda afþreyingu og þjónustu.

Um er að ræða 12 vikna námskeið sem haldið er á haustönn og metið til þriggja framhaldsskólaeininga. Á námskeiðinu er fjallað um ferðaþjónustu á Íslandi, stöðu, þróun og fjölbreytni greinarinnar.

Megin áhersla er lögð á umfjöllun um landbúnaðartengda afþreyingu, þjónustu og vörur. Einnig er fjallað um skipulagningu, áætlanagerð og markaðssetningu sem þarf að vinna að þegar hefja á ferðaþjónustu.

Þátttakendur á námskeiðinu læra að leggja mat á fjölbreytni ferðaþjónustu hér á landi og gera sér grein fyrir því hvað felst í landbúnaðartengdri afþreyingu og hvaða vörur og þjónusta eru nú þegar á boðstólnum. Einnig öðlast þeir færni í því að framfylgja áætlunum um skipulag, markaðssetningu og aðra þætti sem þarf til að hefja ferðaþjónustu, með fjölbreytni og tekjumöguleika að leiðarljósi.

Farið er í vettvangsheimsóknir til ferðaþjónustubænda þar sem þátttakendur fá kynningu á þjónustu og
starfsemi hjá viðkomandi aðilum. Vettvangsferðir eru valkvæðar fyrir þá sem sækja námskeiðið
í gegnum Endurmenntun LBHÍ. 

Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í starfsnám í Búfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þeir sem uppfylla öll skilyrði til próftöku gefst kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er metið til 3 fein eininga. Stundaskrá og nánari upplýsingar: 
UGLA – Kennsluskrá 2023-2024 > FEÞJ1LA03 Ferðaþjónusta (lbhi.is)

Kennari: Kristján Guðmundsson verkefnastjóri hjá Áfanga- og markaðsstofu Vesturlands og stundakennari við LBHÍ. Kristján er með áralanga reynslu af ferðaþjónustutengdum störfum. 

Tími: Kennsla hefst formlega 21. ágúst og lýkur 30. nóvember. 

Staður: Námið er kennt í fjarkennslu. Farið er í vettvangsferðir á kennslutímabilinu (valkvætt).

Verð: 54.000 kr. (innifalið í verði er kennsla og kostnaður við rútuferðir ef við á)

 

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.