Fortamningar hrossa

Umsókn

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á tveggja daga helgarnámskeið í fortamningum hrossa. Haustið 2023 sá Inga María Jónínudóttir reiðkennari og tamningamaður um kennsluna Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og fer fram í glæsilegri reiðhöll háskólans á Mið-Fossum í Borgarfirði.

Námskeiðið er ætlað öllu áhugafólki um íslenska hestinn og reiðmennsku, og nýtist sérstaklega vel þeim sem eru að temja tryppin sín sjálf eða senda unghross áfram í frumtamningu.

Gott er að vera með tryppi/unghross sem eru 2-5 vetra gömul og hrossin mega vera mismikið meðhöndluð þar sem kennari miðar kennsluna að hverju hrossi.

Í boði er að vera tryppi/unghross á fóðri í stíu yfir nótt.

Farið er í gegnum fyrstu nálgun við tryppið, hvernig það er gert bandvant og undirbúið undir frumtamningu. Áhersla er lögð á með hvaða hætti hesturinn lærir og hvernig er unnt að vinna traust hestsins og nemendur læra að lesa andlegt og líkamlegt ástand hrossanna. Nemendur fá verklega þjálfun í fortamningum, aðferðum og vinnubrögðum með það að markmiði að skapa gott samband milli manns og hests og öðlast grunnfærni og skilning á að mýla ótaminn hest og kenna honum á múl og taum á öruggan hátt.

Hross sem hafa fengið þennan forskóla eru betur andlega tilbúin fyrir frumtamingu og um leið er hægt að ná niður kostnaði með því að undirbúa hrossið á þennan hátt.

Hámarksfjöldi nemenda eru 12.

Kennari: (Inga María Jónínudóttir reiðkennari og tamningamaður. Inga María er með um 40 ára reynslu af frumtamningum/fortamningum)

Tími: Auglýstur þegar nær dregur námskeiði

Staður: Reiðhöllin á Mið-Fossum í Borgarfirði 

Verð: Auglýst þegar nær dregur  námskeiði. Innifalið er kennsla, aðgangur að stíu og fóðri fyrir unghrossin, hádegisverður báða daga og kaffiveitingar.

 

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.