Almennar upplýsingar
Uppbygging ferðamannastaða
– Skipulag, hönnun og framkvæmdir á ferðamannastöðum
Haldið í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið,
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Byggðaáætlun og Austurbrú.
Námskeiðið er ætlað þeim sem koma að skipulagi, hönnun, framkvæmdum og umsjón ferðamannastaða, þeirra á meðal fulltrúum sveitarfélaga, landeigendum, verktökum, arkitektum, landslagsarkitektum, skipulagsfræðingum og áhugamannafélögum.
Fjallað er um þá skipulags- og undirbúningsvinnu sem þarf að liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast, meðal annars skráningar fornleifa og menningarminja, leyfisveitingar, öryggismál og fjármögnun verkefna. Einnig verður fjallað skipulags- og hönnunarferli frá hugmynd til veruleika með það fyrir augum að innviðauppbygging byggist á fagmennsku og vönduðum undirbúningi svo hún hafi ekki í för með sér röskun á náttúru og menningarminjum.
Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa öðlast yfirsýn og skilning á ólíkum þáttum skipulags- og hönnunarvinnu sem er undanfari framkvæmda á áfangastöðum.
Fyrirlesarar: Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir verkefnastjóri Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hjá Ferðamálastofu, Gunnar Óli Guðjónsson landslagsarkitekt, Hrólfur Karl Cela arkitekt og meðeigandi Basalts, Hörður Lárusson eigandi Kolofon, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir verkefnastjóri skipulags- og öryggismála hjá Vatnajökulsþjóðgarði, Sólrún Inga Traustadóttir fornleifafræðingur hjá Minjastofnun, Uggi Ævarsson minjavörður hjá Minjastofnun og Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá Landslagi.
Námsstefnustjóri: Anna María Bogadottir arkitekt, Úrbanistan
Tími: Þri. 20. apríl frá kl. 10.00 – 15.00 hjá LBHÍ á Keldnaholti, Árleyni 22 Reykjavík
Verð:
Dagskrá
10.00 – 10.10 Setning – Áshildur Bragadóttir endurmenntunarstjóri LBHÍ
10.10 – 10.50 Framkvæmdasjóður ferðamannastaða – Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir verkefnastjóri Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hjá Ferðamálastofu
10.50 – 11.15 Menningarminjar á framkvæmdastöðum – Sólrún Inga Traustadóttir fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands
11.15 – 11.40 Fyrirhugaðar framkvæmdir á ferðamannastöðum – minjastöðum – Uggi Ævarsson minjavörður Suðurlands hjá Minjastofnun Íslands
11.40 – 12.20 Hönnun baðstaða í íslenskri náttúru – Hrólfur Karl Cela arkitekt FAÍ og meðeigandi Basalt arkitekta
12.20 – 13.00 Hádegishlé / hádegisverður fyrir þá sem eru á Keldnaholti
13.00 – 13.30 Hönnun og landslag – Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá Landslagi
13.30 – 14.00 Leiðum að markinu! Landvarsla á ferðamannastöðum – Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir verkefnastjóri skipulags- og öryggismála hjá Vatnajökulsþjóðgarði
14.00 – 14.30 Kynning á nýju merkingarkerfi fyrir ferðamannastaði – Hörður Lárusson eigandi Kolofon
14.30 – 15.00 Náttúrustígar, hönnun og uppbygging – Gunnar Óli Guðjónsson landslagsarkitekt
15.00 Námsstefnuslit – Anna María Bogadóttir námsstefnustjóri
Umsókn
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
- Haldið í samstarfi við Smalahundafélag Íslands og Bændasamtök Íslands -
Mikill áhugi hefur verið á fjárhundanámskeiðum sem Endurmenntun LBHÍ hefur haldið í samstarfi við Smalahundafélag Íslands og Bændasamtök Íslands, og hafa færri komist að en vilja.
Næsta námskeið verður haldið í reiðhöll LBHÍ á Mið-Fossum í Borgarfirði og eru tvö, tveggja daga námskeið í boði:
- Fyrra námskeiðið er lau. 24. feb. og sun. 25. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds
- Seinna námskeiðið er mán. 26. feb. og þri. 27. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds
Hámarksfjöldi á hverju námskeiði eru 12 nemendur,
8 til 9 nemendur með hundi og 5 nemendur án hunds.
Í ljósi sögunnar og þróunar búsetu um hinar dreifðu sveitir landsins blasir við að fólki til sveita fækkar og smalamennska verður erfiðari af þeim sökum. Því hafa góðir smalar með vel þjálfaða hunda aldrei verið mikilvægari en einmitt nú. Námskeið þetta er því góð viðleitni við að undirbúa menn fyrir þessa breyttu tíma og auka sérhæfingu á þessu sviði.
Kennari á námskeiðinu er Jo Agnar Hansen sauðfjárbóndi sem kemur frá Noregi. Hann er búinn að vera með smalahund frá árinu 1987 og er talinn einn af fjórum fremstu fjárhundatamningamönnum Noregs.
Jo Agnar hefur verið í norska landsliðinu frá 2006 og er formaður Hedmark Gjeterhundlag sem er deild innan norsku sauðfjár- og geitfjársamtaka Noregs.
Um er að ræða námskeið þar sem vönduð vinnubrögð og fagmennska eru í hávegum höfð. Á námskeiðinu mun Paddy Fanning kenna aðferðafræðina við að temja fjárhunda. Uppbygging námskeiðsins er 80% verkleg þjálfun sem fram fer í reiðhöllinni og úti við ef aðstæður leyfa. Þá er 20% bókleg kennsla eftir því sem þörf krefur.
Hundar verða að vera byrjaðir í tamningu með kindum og kunna að hlýða frumskipunum til að námskeiðið nýtist.
Í boði er að sitja námskeiðið án hunds gegn vægara gjaldi!
Kennari: Jo Agnar Hansen sauðfjárbóndi og fjárhundatemjari frá Noregi
Staður: Reiðhöllinni á Mið-Fossum í Borgarfirði
Tími: Fyrra námskeiðið er lau. 24. feb. og sun. 25. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds
Seinna námskeiðið er mán. 26. feb. og þri. 27. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds
Verð með hundi: 60.000 kr. - innifalið í verði er kennsla, hádegisverður og kaffi
Verð án hunds: 30.000 kr. - innifalið í verði er að horfa á kennsluna, hádegisverður og kaffi
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590
