Almennar upplýsingar um námið
Haldið í samstarfi við Nautastöð BÍ og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Námið er ætlað þeim sem áhuga hafa á að læra handbrögð frjótækna. Námskeiðið er einkum ætlað búfræðingum. Takmarkanir eru á fjölda þátttakenda.
Nám fyrir verðandi frjótækna skiptist í tvennt, annarsvegar bóklegt lotunám sem kennt er hjá LbhÍ á Hvanneyri og hinsvegar verklega þjálfun sem Nautastöð BÍ sér um.
Fyrri hluti námsins byggir alfarið á fyrirlestrum ýmissa sérfræðinga á málefnum sem snúa á einn eða annan máta að starfi og umhverfi frjótækna. Til að fá formlega vottun sem frjótæknar þá þarf einnig að ljúka seinni hluta námsins sem er sérsniðin verkleg þjálfun hjá starfsmönnum Nautastöðvar BÍ.
Gert er ráð fyrir að nemandi hafi nokkra þjálfun í tölvunotkun og sé m.a. kunnugur ritvinnslu- og töflureikniforritum og vanur að nota tölvupóst og vafra.
Kennsla: Guðmundur Jóhannesson ráðunautur RML, Gunnar Guðmundsson fyrrum ráðunautur, Harpa Ósk Jóhannesdóttir dýralæknir, Hermann Árnason frjótæknir, Magnús B. Jónsson doktor í búfjárrækt, Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nautastöðvar BÍ, Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri LS og Þorsteinn Ólafsson dýralæknir
Tími: Námskeið nær að jafnaði yfir 5 kennsludaga og var haldið síðast haust 2019, ekki er komin tímasetning fyrir nýtt námskeið (42 kennslustundir) hjá LbhÍ á Hvanneyri og skriflegt próf í lokin.
Verð: 99.000 kr. Innifalið í verði er kennslan, gögn, hádegismatur og kennsluaðstaða. Gisting er ekki innifalin í verði. Verkleg þjálfun að loknu námskeiði hjá Nautastöð BÍ er ekki innifalin í verðinu.
Umsókn
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590
