Geitfjárrækt

Almennar upplýsingar um námið

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér geitfjárrækt. Í námskeiðinu verður fjallað um erlend geitfjárkyn og uppruna íslenska geitastofnsins stöðu hans, ræktun og framtíðarhorfur. Fjallað verður um aðgerðir til verndar stofinum sem telst í útrýmingarhættu. Á undanförnum árum hefur áhugi á þessum einstaka stofni aukist mikið og vinnsla ýmisa geitaafurða hefur verið að þróast. Fjallað verður m.a. um vinnslu afurða og sagt frá reynslu þeirra sem hafa verið að vinna með afurðir geita, mjólk (ostagerð), kjöt, fiðu og stökur. Einnig verður fjallað um sæðingar og mikilvægi þeirra til að sporna við skyldleikarækt. Farið verður í heimsókn á geitfjárræktarbú.

Í lok námskeiðs eiga nemendur að hafa fengið haldgott yfirlit um geitfjárrækt sem búgrein á Íslandi, stöðu hennar og möguleika. Ennfremur skulu nemendur:

– Þekkja helstu geitfjárkyn í heiminum og eiginleika þeirra
– Þekkja sögu íslenska geitastofnsins og varðveisluaðgerðir
– Hafa þekkingu og skilning á mikilvægi sæðinga til sporna gegn skyldleikarækt í stofninum
– Þekkja helstu afurðir geitfjár og vinnslu þeirra
– Hafa þekkingu og skilninga á meðferð, aðbúnaði og fóðrun geitfjár
– Þekkja skýrsluhald (Heiðrún) og stuðningskerfi geitfjárræktar
– Geta lesið og nýtt sér vísindagreinar um geitfjárrækt og miðlað efni þeirra

Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er á BS/BA stigi og má meta til 2 ECTS eininga.

Kennsla: Birna Kristín Baldursdóttir,  lektor hjá Landbúnaðarháskóla Íslands

Tími: 14. júní til 30. júní í fjarkennslu

Verð: 3.000 kr

Skoða má öll námskeið sem falla undir sumarúrræði stjórnvalda 2021 hér.

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.