Gönguleiðalíkanagerð - ArcGIS Pro/ArcGIS

Almennar upplýsingar um námið

Námskeiðið hentar vel þeim sem vinna við skipulagsmál hverskonar, bæði í stjórnsýslu og á almennum markaði. Má þar t.a.m. nefna skipulagsfræðinga, verkfræðinga, landfræðinga, landverði, björgunarsveitafólk og aðra aðila sem vinna í löggæslumálum.

Á námskeiðinu verður fjallað um gerð gönguleiðalíkans í fjallaumhverfi. Fjallað verður um lykilhugtök þegar kemur að greiningu gönguhraða með kortreikningum (e. map algebra). Þátttakendur munu læra að taka tillit til halla og landgerða við greiningu jafntíma og útreikning léttustu leiða milli áfangastaða en einnig að jaðarsanna útreikninga með hópvistunarmælingum (e. crowd-sourced data). Markmiðið er að þáttakendur nái tökum á notkun landupplýsingakerfa til aðstoðar við greiningu á gönguhraða, gerð gönguleiða og stjórnun gönguleiðakerfa í fjallaumhverfi þannig að nýta megi landupplýsingagögn í ýmiskonar vinnu, m.a. við stjórnun ferða að kennileitum, leit að týndu fólki og spá fyrir um næstu skref þegar kemur að ýmsum framkvæmdum.

Þátttakendur munu vinna sjálfstæði verkefni á námskeiðinu og geta því valið svæði sem tengjast þeirra eigin vinnu. Í upphafi námskeiðs hittast nemendur á staðlotu þar sem grunnur verður lagðir að framhaldinu, fjallað um mismunandi tæknibúnað og nemendur mæta því með eigin fartölvur á námskeiðið. Námskeiðið er kennt í bland á íslensku og á ensku og nauðsynlegt er að nemendur hafi grunnþekkingu í notkun GIS og vanir að nota tölvutækni í sinni vinnu.

Verkefni verða unnin í ArcGIS Pro/ArcGIS Desktop. Þátttakendur munu fá aðstoð við að setja upp og virkja ArcGIS Pro á eigin tölvu gegnum aðgang Lbhí á ArcGIS online.

Kennsla: Emmanuel Pierre Pagneux lektor við LbhÍ

Tími: Fim, 3. feb, kl. 10:00-16:00, fim. 10. feb, kl. 10:00-16:00, fim. 17. feb, kl. 10:00-16:00 og fim. 24. feb, kl. 10:00-16:00 hjá LbhÍ á Keldnaholti (fyrsti tíminn) og á kennsluvefnum Teams (tímar 2 til 4).

Verð: 64.000 kr

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.