Húsgagnagerð úr skógarefni

Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur

Námskeiðið Húsgagnagerð úr skógarefni hefur þróast upp úr námskeiðinu Lesið í skóginn tálgað í tré sem hefur verið kennt í frá árinu 2001 og notið mikilla vinsælda.

Námskeiðið er opið öllum og hentar m.a. kennurum, sumarbústaðafólki, skógareigendum, skógræktarfólki, handverksfólki og öðrum er vilja læra hvernig hægt er að smíða úr því efni sem er að falla til við grisjun.

Á námskeiðinu kynnist þú eiginleikum einstakra viðartegunda og nýta grisjunarefni í húsgagnagerð og aðrar hagnýtar nytjar. Þátttakendur kynnast  fersku og þurru efni og samsetningu þess, læra að afberkja, ydda, setja saman og fullvinna húsgögn, m.a. setja saman kolla og bekki úr greinaefni og bolviði/skógarfjölum. Þá er yfirborðsmeðferð og fúavörn kennd á námskeiðinu.

Öll verkfæri og efni til staðar. Verið í vinnufatnaði þegar þið komið á námskeiðið eða takið með ykkur svuntu og fatnað eftir veðri.

Allir fara heim með einn koll og bekk í lok námskeiðs.

Kennsla: Ólafur Oddsson verkefnisstjóri Lesið í skóginn og fyrrverandi fræðslufulltrúi Skógræktarinnar og Ólafur G. E. Sæmundsen skógtæknir.

Tími: Fös. 19. nóv, kl. 16:00-19:00 og lau. 20. nóv, kl. 09:00-16:00 hjá Skógræktarfélagi Árnesinga á Snæfoksstöðum í Grímsnesi.

Verð: 47.000 kr (Allur efniskostnaður, áhöld, kaffi og hádegismatur er innifalinn í verði auk þess sem þátttakendur taka með sér heim bæði koll og bekk úr skógarviði).

Hagnýtar upplýsingar: Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám.

Umsókn

Skráningarfrestur er til 11. nóvember

UMSAGNIR

„Það var farið vel í það sem talað var um í námskeiðslýsingu”

„Lærði að nota verkfæri sem ég hafði ekki notað áður og náði meiri færni með verkfæri sem ég hafði kynnst áður”

„Praktískt, fróðlegt, gott jafnvægi á fræðslu og verklegu. Kennarar skemmtilegir og
góðir.”

“Áhugavert og skemmtilegt, ásamt því að vera nytsamlegt.”

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.