Indigo litun

Almennar upplýsingar um námið

Haldið í samstarfi við Hespuhúsið

Námskeiðið er öllum opið og hentar einkar vel þeim sem vinna við handverk. Nemendur mæti með svuntur, gúmmíhanska og hlífðargrímu ef nemendur eiga slíkt.

Á námskeiðinu verður kennd litunaraðferð með indigó sem er blátt litarefni úr erlendri jurt. Á Íslandi er engin tegund sem gefur bláan lit og höfum við því notað Indígó síðustu aldirnar fyrir blátt. Indígólitun er öðruvísi en hefðbundin litun með jurtum og töfrar efnafræðinnar fá að njóta sín hér í samvinnu við súrefnið. Í litun með Indígó er hægt að ná fram bláum lit og einnig gulan og ýmsa ævintýraliti með yfirlitun og hnútum.

Jurtalitunarnámskeiðin hafa ávallt notið vinsælda og taka þátttakendur með sér eina hespu heim.

Hámark þátttakenda er 12.

Kennsla: Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur og eigandi Hespuhússins jurtalitunarvinnustofu.

Tími: XX, kl. 13:00-16:00 í Hespuhúsið, Árbæjarvegi í Ölfusi við Selfoss

Verð:  (Námsgögn og kaffiveitingar innifalið í verði, auk þess sem nemendur taka hespu með sér heim)

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.