Jarðsaga Íslands

 

 

Almennar upplýsingar um námið

Ísland er jarðsögulega séð mjög ungt land sem er staðsett úti á miðju Atlantshafi.

Hvað varð til þess að landið myndaðist á sínum tíma, og hvað mótaði það í þá mynd sem við þekkjum í dag ?

Í stuttu máli má segja að um sé að ræða hina eilífu baráttu milli innrænu aflana sem byggja upp landið og útrænu aflana sem taka jafnóðum við að brjóta það niður og hlaða upp seti.

Farið verður yfir þau innrænu öfl sem hafa í gegnum tíðina byggt upp landið og skoðað hvað varð til þess að Ísland hófst að byggjast upp og hvað hefur einkennt eldvirkni á landinu fræa upphafi og hverning þessi ferli hafa byggt upp íslenska jarðlagastaflann. Einnig verður farið í saumana á þeim útrænu öflum sem hafa verið óþreytandi við að rjúfa landið, móta gil, dali, hóla og hæðir og setja af sér set við mismunandi aðstæður.

Að námskeiði loknu ættu þáttakendur að hafa öðlast heildstæða sýn á af hverju Ísland lítur út eins og það gerir í nútímanum og hvaða jarðfræðilegu ferli eru virk á landin.

Lykilorð: Flekahreyfingar, eldvirkni, jarðskjálftar, jarðlagastafli, veðrun og rof náttúruaflanna, setmyndun og mismunandi setmyndunarumhverfi, loftslag og umhverfi, umhverfisaðstæður og hvað þættir hafa áhrif á þróun landslags.

Kennsla: Brynhildur Magnúsdóttir jarðfræðingur og stundakennari hjá LBHÍ

Tími: Þri. 27. september kl. 14 – 17

Staður: Hjá LBHÍ á Keldnaholti, Árleynir 22 Reykjavík

Verð: 24.900 kr., boðið verður upp á léttar kaffiveitingar

Athygli er vakin á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína
til að sækja nám og námskeið

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.