Jarðfræði Íslands

Almennar upplýsingar um námið

Á námskeiðinu verður fjallað um jarðfræði og jarðsögu Íslands. Farið verður í helstu ferli sem hafa, og hafa haft, áhrif á myndun og mótun landsins (flekarek, opnun N-Atlantshafsins), möttulstrókinn, færslu gos- og rekbelta, megineldstöðvar og eldgos, upphleðslu jarðlaga, gliðnun landsins, jarðskjálfta og jarðhitasvæði. Ísaldir, útbreiðslu jökla, jökulhörfun, jökulrof, áflæði og afflæði og ummerki þessa). Dæmi verða tekin um aðferðir sem notaðar hafa verið til að kortleggja jarðsögu Íslands (fornsegulsvið, steingervingafræði, setkjarnar af landgrunni og stöðuvötnum o.s.frv).

Fjallað verður um helstu náttúruaulindir landsins og þá bæði orkuauðlindir og hagnýt jarðefni. Einnig verður fjallað almennt um hagnýta nýtingu jarðfræði og jarðfræðiupplýsinga við mannvirkjagerð, ýmsar framkvæmdir og orkuvinnslu. Fjallað verður um kornakúrfur og aðrar jarðtæknilegar prófunaraðferðir, (s.s. kornakúrfur og berggreiningar) jarðkannanir, notkun jarðefna við ýmsar aðstæður og úrvinnsla og túlkun jarðfræðilegra gagna.

Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er á BS/BA stigi og má meta til 4 ECTS eininga.

Kennsla: Brynhildur Magnúsdóttir jarðfræðingur og stundakennari hjá LBHÍ

Tími: 21. júní – 16. júlí í fjarkennslu

Verð: 3.000 kr.

Skoða má öll þau námskeið sem falla undir sumarúrræði stjórnvalda 2021 hér.

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.