Tækifæri í kornrækt á Íslandi

– Tvö námskeið í boði  í samstarfi við búnaðarsambönd á viðkomandi svæði – 

Í ljósi tímans verður umræðan um aukna kornrækt hér á landi sífellt háværari og því ástæða til að skoða betur
hvaða tækifæri eru til staðar í kornrækt á Íslandi.

Námskeiðið hentar þeim sem vilja hefja kornrækt eða bæta við sig þekkingu á kornrækt og hafa reynslu af jarðvinnslu.

Um er að ræða bóklegt námskeið þar sem farið er yfir niðurstöður eldri og nýrri rannsókna í kornrækt á Íslandi. Fyrst og fremst verður fjallað um korntegundirnar bygg, hafra og hveiti en einnig olíurepju.

Einnig verða kynntar niðurstöður rannsókna varðandi sáðmagn, áburðarmagn og yrkjaval í öllum þessum korntegundum. Og möguleikar á verðmætasköpun til manneldis verða ræddar, m.a. matarolíu, haframjöl og mjöltun byggs.

Kennari: Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri í jarðrækt hjá LBHÍ

Tími: Lau. 19. nóvember kl. 10 – 14 hjá LBHÍ á Hvanneyri í Borgarfirði – FULLT
og mið. 23. nóvember kl. 13.30 – 17.30 á Búgarði í Eyjafirði

Verð: 24.900 kr.  boðið verður upp á kaffi og meðlæti, en hádegismatur er ekki í boði

Athygli er vakin á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína
til að sækja nám og námskeið

Umsókn

FULLT / LOKAÐ FYRIR SKRÁNINGAR 

Umsókn

Námskeið haldið á Búgarði

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.