Kornrækt á Íslandi

Almennar upplýsingar um námið

Námskeiðið er sambland af verklegri þjálfun og yfirferð á bóklegri þekkingu á framkvæmd við kornrækt við íslenskar aðstæður. Farið yfir helstu niðurstöður tilrauna við kornrækt hérlendis.

Farið yfir verkleg atriði kornræktar á Íslandi, frá vali á fræi, jarðvinnslu, sáningu, vöktun og úðun varnarefna, að mati þroska, uppskeru og verkun fóðurs.

Að loknu námskeiði eiga nemendur að geta hafið kornrækt uppá eigin spýtur, aðstoðað við reynda kornbændur og leiðbeint þeim sem eru að byrja í kornrækt og að geta lagt mat á:

– Hvernig sáning heppnast vel
– Áburðarþörf og bestu aðferðir við áburðargjöf
– Yrkjaval eftir umhverfi og væntingum
– Þroska byggs að hausti
– Þreskivél til þess að skera og þreskja korn.

Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er á BS/BA stigi og má meta til 2 ECTS eininga.

Kennsla: Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri hjá Landbúnaðarháskóla Íslands

Tími: 28. júní – 10. júlí í fjarkennslu

Verð: 3.000 kr.

Skoða má öll þau námskeið sem falla undir sumarúrræði stjórnvalda 2021 hér.

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.