Kræklingatínsla og kræklingaveisla

Almennar upplýsingar um námið

 Langar þig að læra að tína krækling og matreiða veislumáltíð úr honum?

Hjalti Björnsson leiðsögumaður og Sigurður Magnússon matreiðslukennari ætla að kenna þátttakendum að tína og matreiða krækling og nýta þessa frábæru auðlind sem hægt er að finna í Hvalfirðinum. Í leiðinni verða tínd söl og verkun á henni kennd.

Námskeiðið byrjar í Hvalfirði þar sem þátttakendur hitta Hjalta og Sigurð og læra að velja og tína ferska bláskel. Í framhaldinu verður farið í eldhúsið hjá Landbúnaðarháskólanum á Keldnaholti í Reykjavík þar sem kennt verður hvernig best er að hreinsa kræklinginn og um leið ætlar Sigurður að kenna hvernig best er að matreiða hann. Einnig fá þátttakendur leiðsögn í því hvernig beri að verka söl.

Ef tími gefst til ætlar Hjalti að kenna þátttakendum að grafa bleikju og lax en Hjalti er mikil veiðikló og er með margar uppskriftir í handraðanum.

Þessi skemmtilegi dagur endar svo á því að allir gæða sér á krækling sem Sigurður ætlar að elda af ástríðu.

Námskeiðið er haldið á stórstraumsfjöru.

Þátttakendur fá nánari upplýsingar þegar nær dregur um eitt og annað varðandi námskeiðið, s.s. hvaða búnað og klæðnað þarf að huga að og hvar hópurinn ætlar að hittast í Hvalfirði með google maps hniti.

Kennsla: Hjalti Björnsson leiðsögumaður og Sigurður Magnússon matreiðslumeistari

Tími: 

Verð:  (kennsla, kaffi og kræklingaveisla innifalin í verði)

Hagnýtar upplýsingarFlest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám

Umsókn

UMSAGNIR

– Frábært námskeið sem var bæði fræðandi og skemmtilegt –
– Virkilega skemmtilegt og fræðandi námskeið sem getur nýst vel –
– Góð leiðsögn og fræðandi, hlakka til að nýta þekkinguna í að tína krækling í íslenskri náttúru –

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.