Lífrænn landbúnaður

Almennar upplýsingar um námið

Lífrænn landbúnaður grundvallast á hringrásarhugsun þar sem saman fer
áhersla á umhverfisvernd og lýðheilsu.

Við bjóðum upp á sjö vikna námskeið sem er alfarið kennt í fjarkennslu þar sem nemendur kynnast skilgreiningum innan vistvæns og lífræns landbúnaðar, sem og hugmyndafræði, reglugerðum og
aðferðum í lífrænum landbúnaði,  þróun lífræns landbúnaðar í heiminum
og möguleikum og þróun lífræns landbúnaðar á Íslandi.

Á námskeiðinu verður einnig fjallað um aðferðir sem notaðar eru við jarðgerð, jarðrækt, garðyrkju, búfjárrækt almennt og einstakar greinar hennar, markaðsmál, styrki og aðlögunartíma.

Auk þess vinna nemendur verkefni um aðlögun bújarðar að lífrænni framleiðslu,
hluta hennar eða heillar bújarðar.

Námið fer allt í fjarkennslu og mun kennari setja inn upptökur af fyrirlestrum og lesefni á námsvef skólans og nemendum er í sjálfvald sett hvenær þeir hlusta á upptökurnar og tileinka sér lesefnið.

Þeir sem sækja námskeiðið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þeir sem uppfylla öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á
að fá vottað einingamat í lok námskeiðs.

Námskeiðið er starfsmenntanám og má meta til 3 FEIN eða þriggja framhaldsskólaeininga.
Þeir sem ljúka prófi fá einingar fyrir námskeiðið (ekki skylda fyrir endurmenntunarnemendur).
Prófið er heimapróf þar sem próftaki fær 12 klst. til að ljúka prófinu og öll gögn eru leyfð.

Kennari: Ragnhildur Helga Jónsdóttir, aðjúkt við LBHÍ

Staður: Í fjarkennslu

Tími: Námskeiðið hefst formlega 4. október og er kennt í gegnum fjarfundarbúnað á Teams. Þátttakendur ákveða sjálfir hvenær þeir hlusta á fyrirlestra og tileinkað sér námsefnið sem er aðgengilegt á kennsluvef skólans. Námskeiðinu lýkur með heimaprófi í lok nóvember. 

Verð: 49.000 kr.

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.