Lífrænn landbúnaður

Almennar upplýsingar um námið

Á  námskeiðinu kynnast nemendur skilgreiningum innan vistvæns og lífræns landbúnaðar, sem og hugmyndafræði, reglugerðum og aðferðum í lífrænum landbúnaði,  þróun lífræns landbúnaðar í heiminum og möguleikum og þróun lífræns landbúnaðar á Íslandi.

Fjallað er um aðferðir sem notaðar eru við jarðgerð, jarðrækt, garðyrkju, búfjárrækt almennt og einstakar greinar hennar. Einnig er fjallað um markaðsmál, styrki og aðlögunartíma. Auk þess vinna nemendur verkefni um aðlögun bújarðar að lífrænni framleiðslu, hluta hennar eða heillar bújarðar.

Að námskeiði loknu eiga nemendur að geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem þeir hafa aflað sér til þess meðal annars að:

  • Sýna skilning á því í hverju reglur um lífræna framleiðslu felast sem er metið með prófi og verkefnum áfangans
  • Gera sér grein fyrir hvernig skal standa að jarðgerð, jarðrækt og garðyrkju, til að skilyrðum um lífræna vottun sé uppfyllt, sem metið er í prófi og verkefnum áfangans
  • Gera sér grein fyrir hvaða reglur gilda um búfjárrækt í lífrænni vottun og þann mun sem er á henni og hefðbundinni búfjárrækt sem metið er með prófi og verkefnum áfangans
  • Gera sér grein fyrir möguleikum lífrænna vara á markaði og framtíðarhorfum á þeim markaði sem metið er með prófi og verkefnum áfangans
  • Yfirfæra aðferðir lífrænnar búfjárræktar yfir á hefðbundna búfjárrækt, þótt ekki sé sótt eftir lífrænni vottun og skilji þann ávinning sem getur falist í að nota þær aðferðir sem tíðkast í lífrænni framleiðslu sem metið er
    í prófi og verkefnum áfangans

Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er starfsmenntanám og má meta til 3 FEIN eða 3 framhaldsskólaeininga.

Kennari: Ragnhildur Helga Jónsdóttir, aðjúkt við LBHÍ

Lengd námskeiðs: 7 vikur

Staður: Í fjarkennslu á Teams

Tími: Námskeiðið hefst 6. október og stendur í 7 vikur, kennt er í gegnum fjarfund á Teams. Hægt er að skrá sig á námskeiðið til og með 8. október þar sem námið fer alfarið fram í gegnum netið og þátttakendur geta hlustað á fyrirlestra og tileinkað sér námefnið þegar þeim hentar.

Verð: 69.000 kr.

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.