Maður og náttúra

– 4 ECTS eininga námskeið – 

Umsókn

 

 Námskeiðinu er ætlað að kynna náttúruna í máli og myndum og vekja áhuga á henni og sýna hver eru og hafa verið gagnvirk áhrif manns og náttúru. 

Fjallað verður um landnám á Íslandi og lifnaðarhætti, sögu náttúrunýtingar og áhrif landbúnaðar og annarra landnytja á náttúruna. Einnig verður farið yfir þróun búsetu og skipulags hér á landi.

Nærliggjandi dæmi á Hvanneyri verða nýtt í tveimur stuttum vettvangsferðum þar sem  búsetuminjar og annað sem lesa má úr landinu um mannlíf og sögu náttúrunýtingar er skoðað.

Námskeiðið er 7 vikna langt og kennt í fjarkennslu en skyldumæting er í aðra af tveimur hálfsdags vettvangsferðum sem eru mánudaginn 4. september og þriðjudaginn 5. september. Vettvangsferðirnar eru í nágrenni Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Stundaskrá er auglýst þegar nær dregur námskeiði.

Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í BS nám í Náttúru – og umhverfisfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemendur sem uppfylla öll skilyrði til próftöku gefst kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs.

Námskeiðið er á BS stigi og metið til 4 ECTS eininga. Stundaskrá og nánari upplýsingar má nálgast hér: 

UGLA – Kennsluskrá 2023-2024 > 01.10.02 MAÐUR OG NÁTTÚRA (lbhi.is)

Kennari: Ragnildur Helga Jónsdóttir lektor í náttúru- og umhverfisfræði hjá Landbúnaðarháskóla Íslands 

Tími: Kennsla hefst formlega 21. ágúst og lýkur formlega 6. október.

Staður: Kennt í fjarnámi með tveimur stuttum vettvangsferðum 4. og 5. september í nágrenni við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri í Borgarfirði

Verð: 54.000 kr.

 

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.

Reiðmaðurinn

Grænni skógar I og II

Endurheimt staðargróðurs

Framkvæmdir á áfangastöðum

Innviðir ferðamannastaða

Sauðfjársæðingar

Trjáfellingar og grisjun

Viðhald göngustíga

Aðventuskreytingar

Hvanneyri – 311 Borgarbyggð

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590