Stefnumótun fyrir markaðssetningu með samfélagsmiðlum

Almennar upplýsingar um námið

Á námskeiðinu er farið yfir það frá grunni hvernig farsæl markaðssetning með samfélagsmiðlum er unnin, hugsuð og hönnuð. Nemendur fá góða innsýn í eðli samfélagsmiðla, mismunandi gerðir, eiginleika þeirra, og hvernig þeir nýtast við markaðssetningu. Eins er farið yfir eðli vöru sem fyrirbæris, markhópa og rödd.

Gengið er út frá fjögurra skrefa kenningu við stefnumótun; undirbúning, hönnun og stefnumótun, framkvæmd og eftirlit, endurmat og endurhönnun.

Gott er að hafa í huga að ekki er farið í hvernig hvernig á að búa til efni, skrifa texta eða setja inn auglýsingar

Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að geta:

– Metið vörur og hugmyndir út frá því hvort þær eru tilbúnar til markaðssetningar.

– Skilið hugtök eins og vara, rödd og markhópar.

– Undirbúið og sett fram stefnumótun og framkvæmdaáætlun fyrir skilvirka markaðssetningu með samfélagsmiðlum. 

Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er á BS/BA stigi og má meta til 2 ECTS eininga.

Kennsla: Svavar Halldórsson markaðssérfræðingur og ráðgjafi

Tími: 03. ágúst – 16. ágúst í fjarkennslu

Verð: 3.000 kr

Skoða má öll námskeið sem falla undir sumarúrræði stjórnvalda 2021 hér.

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.