Farsæll matarfrumkvöðull

Almennar upplýsingar um námið

Á námskeiðinu er farið yfir það hvað þarf til að þróa hugmynd yfir í farsælan rekstur með sérstakri áherslu á mat. Farið er yfir skrefin frá undirbúningi til framkvæmdar. Námskeiðið nýtist þeim sem vilja þróa búrekstur og bæta við fleiri stoðum, hvort sem er í framleiðslu á matvörum, öðrum afurðum eða þjónustu.

Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að geta:

  • Greint vænleika viðskiptahugmyndar.
  • Skilið hugtökin, markhópur, virðiskeðja og leiðir að markaði.
  • Undirbúið og sett upp einfalda viðskiptaáætlun eða fjárfestakynningu með faglegum hætti.

Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er tvískipt varðandi námsmat og getur því bæði verið á framhalddskólastigi og á BS/BA stigi, má meta til 2 ECTS eininga eða 2 framhaldsskólaeininga.

Kennsla: Svavar Halldórsson ráðgjafi.

Tími: Hefst 8. júní í fjarnámi og stendur í 4 vikur

Verð: 3.000 kr

Sumarúrræði stjórnvalda 2020
Nám og námskeið sem í boði eru hjá LbhÍ og Endurmenntun LbhÍ á sumarönn 2020 eru niðurgreidd af menntamálaráðuneytinu. Námskeiðin eru hluti af tímabundnu átaki stjórnvalda til að skapa náms- og atvinnutækifæri fyrir einstaklinga.
Námskeiðin sem í boði eru henta því sérstaklega námsmönnum og atvinnuleitendum en einnig þeim sem vilja skoða nýjar leiðir þegar kemur að eigin starfsþróun og auknum atvinnutækifærum.

Skoða má öll þau námskeið sem falla undir sumarúrræði stjórnvalda 2020 hér.

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.