Matarfrumkvöðullinn

Almennar upplýsingar um námið

Á námskeiðinu er farið yfir skrefin frá því að viðskiptahugmynd kviknar þar til vara er komin á markað. Fjallað er um uppbyggingu matvælamarkaðarins, þ.m.t. ólíkar söluleiðir og leiðir til að koma vöru í verslun eða beint til neytenda; þróunina á neytendamarkaði, þ.m.t. ólíka markhópa; hvað þurfi helst að hafa í huga í vöruþróun og áður en farið er af stað; þ.m.t. valkvæðar vottanir og upprunamerkingar og tækifærin sem felast í betri merkingum matvæla og áherslu á sjálfbærni; regluverkið, eftirlitsstofnanir og umhverfi smáframleiðandans, þ.m.t.hvað stendur smáframleiðendum til boða, t.d. tengt aðstöðu, stuðningi, ráðgjöf og styrkjum; hvernig sækja eigi um starfsleyfi; hlutverk og áherslumál hagsmunasamtaka smáframleiðenda; gerð viðskiptaáætlunar, stofnun fyrirtækis og ávinninginn af stefnumótandi áætlanagerð.

Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að:

– Hafa skýra mynd af matvælamarkaðinum og þróuninni á neytendamarkaði
– Hafa góðan skilning á helstu hugtökum sem tengjast ferlinu
– Vera með skilningur á vöruþróunarferli og markaðsfærslu matvæla
– Kunna að stofna fyrirtæki og sækja um starfsleyfi
– Vita hvar hægt er að nálgast upplýsingar, fá aðstöðu, stuðning, ráðgjöf og styrki
– Geta sett upp einfalda viðskiptaáætlun og fjárfestakynningu
– Geta nýtt stefnumótandi áætlanagerð í sínum rekstri

Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er á framhaldsskóla stigi og má meta til 2 framhaldsskólaeininga.

Kennsla: Oddný Anna Björnsdóttir sjálfstæður ráðgjafi og framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla

Tími: 3. ágúst – 16. ágúst í fjarkennslu

Verð: 3.000 kr

Skoða má öll þau námskeið sem falla undir sumarúrræði stjórnvalda 2021 hér.

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.