Matvælaframleiðandinn - regluverkið, eftirlitsstofnanir og umhverfi framleiðandans

Haldið í samstarfi við Samtök smáframleiðenda matvæla og Bændasamtök Íslands

Námskeið fyrir bændur, matvælaframleiðendur, smásala og alla þá sem hafa áhuga á að kynna sér umhverfi matvælaframleiðandans, regluverkið, helstu eftirlitsstofnanir og hlutverk þeirra. 

Fjallað verður um umhverfi matvælaframleiðandans, evrópsku matvælalöggjöfina og aðgengi fyrirtæka og neytenda að helstu upplýsingum í dag.

Þátttakendur fá innsýn í regluverkið og hverjar helstu eftirlitsstofnanirnar á Íslandi eru og hlutverk þeirra. Fjallað verður um hlutverk og helstu áherslumál hagsmunasamtaka matvælaframleiðenda, þar með talið Bændasamtaka Íslands og aðildarfélaga,  Samtaka iðnaðarins og Samtaka smáframleiðenda matvæla.

Oddný Anna Björnsdóttir er leiðbeinandi námskeiðsins. Hún er með víðtæka stjórnunarreynslu og hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði matvæla og landbúnaðar í hálfan áratug, rekur opna býlið Geislar Gautavík og er framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla, sjá nánar hér.

Gestafyrirlesarar eru sérfræðingur hjá Matvælastofnun, Gunnar Sigurðarson viðskiptastjóri hjá Samtökum iðnaðarins, Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands og Þóra Dögg Jörundsdóttir deildarstjóri matvæla og hollustuhátta hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.

Tími: Þriðjudagurinn 2. nóvember kl. 9.00-12.40 á Teams

Fjarfundur: Þátttakendur fá sendan hlekk  deginum áður, eða 1. nóvember, og geta tengt sig beint inn á fundinn að morgni 2. nóvember án þess að vera með Teams í tölvu sinni.

Verð: 24.000 kr. 

Nánari dagskrá hér fyrir neðan

Umsókn

Dagskrá 

9:00-09:50        Regluverkið, eftirlitsstofnanir og umhverfi framleiðandans – Oddný Anna Björnsdóttir
10:00-10:20        Hlutverk og helstu áherslumál hagsmunasamtaka matvælaframleiðenda – Oddný Anna Björnsdóttir
10:00-10:20       Hlutverk og helstu áherslumál Samtaka smáframleiðenda matvæla – Oddný Anna Björnsdóttir
11:00-11:20         (Heiti erindis kemur síðar) – sérfræðingur hjá Matvælastofnun
11:25-11:45         Hlutverk Heilbrigðiseftirlitsins og ábyrgð framleiðandans – “fræða ekki hræða” – Þóra Dögg Jörundsdóttir
11:50-12:10         Hlutverk og áherslumál Samtaka iðnaðarins – Gunnar Sigurðarson
12:15-12:35         Hlutverk og áherslumál Bændasamtaka Íslands – Vigdís Häsler
12:35-12:40         Lokaorð – Oddný Anna Björndóttir

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.