Náttúruvernd - náttúrutúlkun

Almennar upplýsingar um námið

Fjallað er um gildi fræðslu fyrir gesti verndarsvæða og mikilvægi þess að nota fræðslu og náttúrutúlkun
sem stjórntæki á verndarsvæðum. Fjallað er um hugmyndafræði náttúrutúlkunar og farið yfir helstu
grundvallaratriði og aðferðir. Lögð er áhersla á að nemendur noti aðferðir náttúrutúlkunar í verkefnum á
vettvangi. Fjallað er um hlutverk og ábyrgð landvarða, leiðsögumanna og annarra sem taka á móti
gestum gagnvart náttúrunni og upplýsinga- og fræðsluskyldu gagnvart gestum. Farið verður yfir hagnýta
þætti við skipulag, undirbúning og framkvæmd fræðslu. Fjallað er um mismunandi miðla sem nota má
við náttúrutúlkun eins og gönguferðir, náttúru- og sögustíga (fræðslustíga), gestastofur og fleira. Farið verður yfir helstu kosti og galla mismunandi miðla. Farið verður yfir þau margvíslegu tækifæri sem íslensk náttúra hefur til túlkunar. Sérstök áhersla verður lögð á að túlkunin feli í sér skilaboð.

Hæfni að námskeiði loknu:
– Að nemendur hafi þekkingu á og skilji hugmyndafræði náttúruverndar og vinnubrögð við náttúruvernd
– Að skilja muninn á náttúruvernd á stórum og smáum skala
– Að þekkja sögu náttúruverndar á Íslandi og erlendis
– Að þekkja til náttúruverndarstarfa hérlendis og erlendis
– Að skilja vandamál tengdum náttúruverndarstörfum
– Að tengja náttúruvernd, sjálfbæra þróun og þróun samfélagsins

Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er á BS/BA stigi og má meta til 6 ECTS eininga.

Kennsla: Arnheiður Hjörleifsdóttir umhverfisfræðingur og bóndi.

Tími: 14. júní til 16. júlí í fjarkennslu

Verð: 3.000 kr

Skoða má öll námskeið sem falla undir sumarúrræði stjórnvalda 2021 hér.

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.